5.2.2021 | 09:03
Meira en 600 ára gömul sérstaða varðandi drepsótt endurvakin.
Svarti dauði var drepsótt af þeirri stærð á fjórtándu öld, að allur samanburður við COVID-19 er hjákátlegur. Þegar drepsóttin kom til Íslands árið 1402 er áætlað að allt að þriðjungur þjóðarinnar hafi látist af hennar völdum.
Hitt fer hins vegar ekki hátt, að svarti dauði hafði nokkrum áratugum áður geysað í Evrópu með skelfilegum afleiðingum án þess að sóttin kæmi til Íslands.
Ástæðan var svakaleg: Sóttin var svo skæð að þau ár sem hún var verst, var enga sjómenn að fá til að sigla skipum til Íslands vegna faraldursins! Ef á annað borð var lagt af stað lifðu menn ekki það að komast alla leið.
Hún kom ekki til Íslands, einfaldlega vegna þess að það voru engar samgöngur við landið þessi sóttarsumur og þar af leiðandi engin smitleið.
Ef þá hefðu verið til sóttvarnarkort hefði Ísland verið úti í horni á því fagurgrænt með nákvæmlega ekkert smit.
Þess hræðilegri varð síðan sóttin þegar hún koksins barst með skipi með Einari Herjólfssyni árið 1402 og lagði sums staðar heilar og hálfar sveitirnar í eyði.
Græni liturinn nú er ástæða til þess að því sé fagnað að þessum áfanga skuli hafa verið náð af hálfu okkurar.
En á sama hátt og það átti eftir að syrta í álinn eftir Íslendingar höfðu haldið græna litnum út fjórtándu öld, verður að standa áfram vaktina nú.
Fátt er nýtt undir sólinni.
Ísland með algjöra sérstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.