2013 lykt af stóru málunum, sem stefna í glatkistuna?

Í águst 2011 var forseta Alþingis afhent tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. 

Þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 með mjög afgerandi úrslitum var málið ekki komið lengra en það í meðförum þingsins á útmánuðum 2013, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti ástandinu þannig að það væri "ekki einu sinni komið í málþóf."   

Þinginu tókst að eyða málinu á þann hátt að þrátt fyrir stöðuga meðferð þess síðan með í bráðum áratug sýnist það einu sinni enn síðan í sögu ótal stjórnarskrárnefnda síðan 1946 ætla að daga uppi. 

2013 var þingið líka búið að fjalla mikið í nokkur ár um frumvarp um sjávarútveginn. 

Það dagaði uppi og enn er ekki að finna staf í stjórnarskrá um auðlindamál. 

Sett var í stjórnarsáttmálann 2017 með skýrum orðum stofnun hálendisþjóðgarðs. 

Þótt það kæmist á undan stjórnarskrármálinu á dagskrá nú fyrir jól, hefur síðan staðið yfir stanslaus ófrægingarherferð, ekki aðeins á frumvarpið, sem í raun felur í sér stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, heldur ófræging þjóðgarða almennt í heiminum þar sem þeir fara mikin og gala hæst sem virðast ekkert hafa kynnt sér þau málefni erlendis, heldur blaðra um það tilbúnar staðleysur. 

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur barist hetjulega fyrir því að fjölmiðlafrumvarp yrði lögfest, en engu er líkara en að um það ætli að fara eins og fyrrnefnt aðalfrumvörp núverandi ríkisstjórnar. 

Það virðist aftur komið árið 2013 þar sem nær öll helstu mál stjórnarsáttmálans eru á leið í glatkistuna.   


mbl.is Fjölmiðlafrumvarp verði lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Enda var þetta algert skítaplagg og illa óunnið með fingraförum Þorvaldar Gylfasonar sem fáir munu treysta sem ofstækismanni  og  sem þjóðin nennti ekki einu sinni að greiða atkvæði um enda þjóðaratkvæðagreiðslan gersamlega ómarktæk og dæmd af í Hæstarétti. Örfáir, þar á meðal Þorvaldur, Ómar og Katrín eru enn að halda því fram að þetta plagg hafi eitthvð gildi fyrir þjóðina. 

Halldór Jónsson, 5.2.2021 kl. 18:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaða þjóðaratkvæðagreiðsla var dæmd af í Hæstarétti?  Það var aðeins viðhöfð ein þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá stjórnlagaráðs, 20. október, og ekki minnist ég þess að Hæstiréttur hafi "dæmt hana af."

Ómar Ragnarsson, 5.2.2021 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband