Fyrstu mánuðina eftir að Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 kom ýmislegt skondið upp á hvað viðbúnað og herstyrk varðaði. Aðeins rúmlega 700 breskir hermenn voru sendir í hernámsleiðangurinn, illa vopnum búnir og stór hluti þeirra lítt þjálfaðir.
En þetta var að einu leyti tímamótaviðburður í samskiptum Hitlers við aðrar þjóðir, því að allar götur frá upphafi valdatíma hans höfðu Öxulveldi, Þýskaland, Ítalía og Japan, stjórnað atburðarásinni oft tekið mikla áhættu og vesturveldin ævinlega orðið að bregðast við, sem nær alltaf fólst í því að gefa eftir eða bregðast ekki við.
Dæmi: 1935 ráðast Ítalir inn í Abbesiniu, 1936 senda Þjóðverjar senda her inn í Rínarlönd, sama ár hefja fasistar hefja spönsku borgarastyrjöldina með dyggum stuðningi Hitlers og Mussolinis, 1937 hefja Japanir stríð við Kínverja, 1938 hernemur Hitler Austurríki í mars og Súdetahéruð Tékkóslóvakíu í október, í mars 1939 taka Þjóðverjar alla Tékkóslóvakíu, í apríl taka Ítalir Albaníu, 23. ágúst gerir Hitler griðasamning við Stalín og þeir skipta með sér Póllandi í september, í desember ráðast Rússar á Finna, 9. apríl 1940 hernema Þjóðverjar Danmörku og Noreg og 10. maí 1940 ráðast þeir inn í Holland, Belgíu, Luxemborg og Frakkland.
10. maí 1940 var Hitler staddur í byrgi sínu í Eifelfjöllum skammt frá landamærunum við Belgíu við stjórn innrásarinnar inn í Niðurlönd og Frakkland, þegar honum berst fregnin um að Bretar hafi hernumið Ísland og fékk þá eitt af frægum bræðisköstum sínum.
Það var engin furða; í fyrsta sinn voru Bretar með frumkvæðið og Þjóðverjar þurftu að bregðast við.
Það gerði Hitler hið snarasta með því að fela Raeder flotaforingja Kriegsmarine að gera innrásaráætlu fyrir Ísland.
Hún var gerð og var glæsileg: Tvö stór orrusturustubeitiskip og tvö risastór farþegaskip skyldu samkvæmt áætluninni Ikarus taka Ísland af Bretum; um það bil sjö þúsund hermenn á móti um 770 breskum.
Um miðjan júní féll Frakkland og 338 þúsund hermönnum Breta var bjargað vopnlausum yfir Ermasund frá Dunkirk.
Framundan var orrustan um Bretland en Bretar gátu ekki leyft sér að gera ekkert varðandi innrásarhættu Þjóðverja, þannig að í ágústlok var breska setuliðið orðið 3000 manns.
Hefði samt ekki haft roð við þýskri innrás og nú komust frumstæðir flugvellir í Kaldaðarnesi í Flóa og á Melgerðismelum í gagnið, þannig að eitthvað varð að gera í þeim efnum að byrja að nýta sér það.
Bretar máttu samt ekki við því i miðri Örrustunni um Bretland að missa herflugvélar til Íslands, sem þyrfti að nota í Bretlandi.
En þá brá svo við að þeir áttu nýlegar flugvélar af gerðinni Fairey Battle, sem höfðu reynst algerlega gagnslausar fram að því, þótt þær litu nýtískulega út. Þær komu að vísu í stað tvíþekja en vængir þeirra voru svo langir, að þær skorti alveg veltihraða (roll rate) og voru svo svifaseinar að þær voru auðveld bráð fyrir þýsku Messerschmitt Bf 109 vélarnar.
í orrustunum á vesturvígstöðvunum um vorið höfðu þessar stirðlegu bresku vélar farið einhverjar herfilegustu hrakfarir í sögu flughernaðar og verið sallaðar svo niður, að í staðinn fyrir að varpa sprengjum á brýr og samgönguleiðir Þjóðverja, mistókst það algerlega og varð það hræðilega dýrkeypt fyrir Bandamenn, því að skriðdrekaherir Guderians og Rommels gátu brunað yfir að Atlantshafsströnd og lokað meira en 300 þúsund manna herlið inni við Dunkirk.
Myndir af flugvélaflökunum eftir þessar hörmungar vöktu hroll.
Nú sáu bresku hernaðaryfirvöldin hins vegar not fyrir þessar vélar í stað þess að láta salla þær niður yfir Bretlandi: Senda þær til Íslands.
Ákveðið var að senda 18 stykki og skyldu þær annast lóftrýmisgæslu Íslands og þar með loftvarnir landsins. Þær komu til landsins seint í ágúst og þar með hófst öld hernaðarflugs á Íslandi.
Fairey Battle vélarnar fengu vegna hrakfallasögu sinnar viðurnefnið "fljúgandi líkkisturnar" og er sagt að í breska herráðinu hafi mönnum ekki litist gæfulega á að vera yfirleitt að hafa fyrir því að senda slíkar vélar í þetta verkefni.
á einum fundinum um þetta mál er segir sagan, að einn fundarmanna hafi í hálfkæringi lagt til að í staðinn fyrir Battle vélarnir yrðu sendir átján flugdrekar til Íslands.
Þeir hefðu þó þann kost að geta komist á loft og það væri erfiðara að skjóta þá niður heldur en fljúgandi líkkisturnar.
Tveir hermenn með fasta viðveru hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær upprifjun Ómar.Þarn er Churchill að rella í Roosewlet að fá hergögn og aðstoð eims og fram kemur í myndinni Um Atlants+Ala um Mörtu prisnessu konu Ólafs prins og FDR og ævintýri þeirra fyrir vestan. Já það voru skelfilegir tímar um þessar mundir. Aðeins iðnaðarveldi Bandaríkjanna þegar það fór af stað breytti gangi átakanna.
Að sjá myndina frá framleiðslusal B24 sem hverfur í einn punkt eftir mílu vegalengd gerir mann máttlausan af tilhugsuninni um hvílíkt afl var leyst úr læðingi á þessum tíma og hvílíkt fífl hann Adolf var að detta í hug að bekkjast við Bandaríkin, mesta stjórnmálafífl allra tíma var þessi ómenntaði idjót af annarri öld.
Halldór Jónsson, 6.2.2021 kl. 01:19
Takk. Þetta átti við um bæði ríkin sem urðu risaveldi tvö til 1990.
Þegar Churchill skrifaði Stalín einkabréf vorið 1941 um óyggjandi merki þess að Þjóðverjar væru að færa mikinn liðssafnað í átt að landamærum Sovétríkjanna; og á sama tíma flaug Rudolf Hess til Skotlands til að ræða við Breta, dró Stalín þá ályktun að Churchill væri að egna til átaka milli Þýskalands og Sovétríkjanna í þeirri von að þau ríki bærust á banaspjótum en Bretar slyppu.
Vitað var að Hess var sá frammámaður nasista sem hataði mest og einlægast "gyðinglegu bolsévíkana í Kreml".
Stalín gerði þvi nákvæmlega öfugt við það sem Churchill bað hann um og lagði sig í framkróka með að sýna friðarvilja sinn með því að gera ekkert sem Hitler gæti tekið sem ögrun.
Svo langt gekk þetta, að kvöldið fyrir innrásina voru helstu herforingjar hans ekki á tánum, heldur í leikhúsum og samkvæmum fram á nótt.
Stalín er sagður hafa sagt að Hitler væri ekki svo vitlaus að ætla sér að ráðast á Sovétríkin fyrr en í fyrsta lagi árið eftir og tók því ekkert mark á bréfi Churchills.
Ómar Ragnarsson, 6.2.2021 kl. 13:31
Innrásarmorguninn 22. júní var laugardagsmorgunn. Svo gersamlega voru Sovétmenn sofandi, að Luftwaffe eyðilagði 1800 flugvélar þennan afdrifaríka innrásarmorgun.
Fyrstu fréttir um innrásina voru afgreiddar sem misskilingur eða jafnvel falsfréttir.
Ómar Ragnarsson, 6.2.2021 kl. 14:00
Afsakið, sunnudagsmorgunn.
Ómar Ragnarsson, 6.2.2021 kl. 14:00
Árásardagurinn á Pearl Harbor var líka sunnudagsmorgunn.
Ómar Ragnarsson, 6.2.2021 kl. 14:01
Hitler svaf líka vært morguninn 6.júní 1944.
Það var þykkt loft við Eyjafjörð þennan dag, ef ég man rétt, ég var að bera afrak af túni.
(Sennilega hafa nú fáir hugmynd um hvaða verk það er).
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.2.2021 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.