Þrír hvítir dagar í Reykjavík í 120 daga.

Þrátt fyrir alla ofurtækni nútímans berja tugþúsundir nagladekkja bíla götur höfuðborgarsvæðisins dag eftir dag, viku eftir viku og nánuð eftir mánuð.

Heilsuspillandi svifryk og mikið slit á götum eru beinar afleiðingar þessa.   

Aðeins þrír dagar hafa verið alhvítir af 120 síðan í október og á slíkum dögum er ausið salti á göturnar.

Götur sambærilegra norrænna borga eru þrifnar tvisvar til þrisvar sinnum oftar en göturnar hér. 

Samanlögð auka hálka af völdum naglanna er augljóslega miklu meiri en hálkan þá fáu daga sem hún er. 

Sem dæmi um áhrif tjörunnar á dekk má nefna, að þegar jöklajeppamenn fara á fjöll stansa þeir þar sem komið er að snjónun og nota tjöruhreinsilög til að þvo dekkin til auka grip þeirra. 

Yfir göturnar leggst tjörulag, sem gerir yfirborðið sleipt í rigningu og það eitt veldur aukinni árekstrahættu. 

Eins og Jón Ársæll sagði löngum: "Svona er Ísland í dag."  Og verður áfram.  

 


mbl.is Vænta má snjókomu með köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband