10.2.2021 | 16:22
Hefðum við getað orðið fyrstir í bóluefnakapphlaupinu?
Síðustu mánuði hefur verið uppi sú kenning hér á landi, að ef við Íslendingar hefðum strax sagt okkur frá samfloti Evrópuríkja í kaupum á bóluefni, hefðum við getað brunað fram úr öllum ásamt Ísraelsmönnum, Bretum og Bandaríkjamönnum. Var Ísrael nefnt sérstaklega sem dæmi um frábæran árangur æskilegrar ýtni í þessum málum.
Einnig reis hér eins konar byglja átrúnaðar á það að geta bólusett alla þjóðina fyrir vorið með því að nýta okkur smæð þjóðarinnar og það hve afskekkt og einangrað land okkar er.
Í ljós hefur komið að helstu rökin fyrir því að tilraunaleiðin var farin reyndust verða helstu rökin fyrir því að það reyndis ekki hægt.
Við vorum of fá og með of fá tilfelli til þess að þetta gæti gefið árangur.
Þá stendur eftir spurningin um það hvort sá kostur hve við værum fá, hefði skilað okkur sigri í hinu alþjóðlega kapphlaupi um bóluefnakaup.
Hugsunin á bak við þá trú virtist byggja á því, meðal annars, að smæðin gerði það auðveldara fyrir okkur að "skjótast fram fyrir". Bóluefnaframleiðendurnir myndu stökkva á það hve auðvelt væri að uppfylla svona litla kröfu hvað höfðatöluna varðaði.
Nú var þetta reyndar ekki gert, svo að erfitt er að fullyrða neitt.
Þó má spyrja, hvort smæðin hefði háð okkur, líkt og verður þegar fólk hyggst rýma sal, og hinir stóru og sterkari troða hina smáu undir.
Einnig, hvort það hefðu verið eitthvað meiri líkur til þess að þessi leið hefði reynst eitthvað betur heldur en tilraunarleiðin, sem búið var að tala upp í hæstu hæðir fyrir aðeins fáum dögum.
Von der Leyen viðurkennir hægagang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.