Stundum dregnar lappir varðandi hagræðingu?

Rétt eins og kófið hefur leitt í ljós ýmsa möguleika til að hagræða í atvinnurekstri, bæði hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum.  

En þrátt fyrir þetta eru til dæmi um að ekki hafi aðeins verið vanrækt að nýta samlegðaráhrif, heldur hafi tregðan beinlínis leitt til aukins kostnaðar og óhagræðis fyrir jafnvel alla aðila máls.  

Eitt lítið dæmi felst í því hlutverki Samgöngustofu að halda utan um læknisskoðanir og annað, sem viðkemur líkamlegri færni til að stjórna farartækjum. 

Þegar bæði landsamgöngur og flugsamgöngur færðust á eina hendi í Samgöngustofu hefði mátt ætla að eitthvað væri hægt að hagræða varðandi eftirlit með líkamlegri færni til stjórnunar bíla og flugvéla. 

En ekki sér þess merki ef marka má það, að enda þótt flugmenn, einkum atvinnuflugmenn, verði að fara í gegnum miklu fullkomnari og kröfuharðari læknisskoðun en bílstjórar þýðir ekkert fyrir atvinnuflugmann að flagga heilbrigðisskírteinu sínu við umsókn um ökuskírteini, hvorki við nýskráningu né endurnýjun. 

Nei, slík skírteini eru ekki tekin gild við stjórn einabíla þótt þau gildi fyrir stjórn flugvéla, sem taka allt að 200 farþega!!


mbl.is 300 milljónir sparist á ári með sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband