16.2.2021 | 08:15
"Við erum að sjá aukningu á fjölda þeirra sjúkdómstilfella, sem eru að koma í ljós."..."
Tvenns konar hvimleið árátta herjar á malfar margra og birtist í orðalagi eins og sýnt er hér að ofan.
Þetta er 15 orða langloka með alls 26 atkvæmum stað þess að nota 2 orð með 5 atkvæðum:
"Við erum að sjá aukningu i fjölda þeirra sjúkdómstilfella, sem eru að koma í ljós"
þýðir á mannamáli:
"Sjúklingum fjölgar".
Eða:
Fleiri veikjast.
Í langhundinum blandast saman tvenns konar hvimleið árátta; nafháttarsýki og nafnorðasýki.
Algengast er að sjá síendurtekið "...við erum að sjá..."
sem er algerlega óþörf meiningarleysa en sumir virðast ekki geta verið án, heldur tönnlast á henni í tíma og ótíma, ef verið er að spyrja þá um eitthvað, til dæmis í viðtölum.
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Þetta eru orð í tíma töluð.
Einnig mætti huga að sérhljóðum
rétt eins og gert er í kveðskap
að þau séu sem flest og að orð hefjist á sérhljóða.
Allt fellur betur hvað að öðru þannig.
En metnaður fyrir því að tala og skrifa svo vel sé
á íslensku þarf að vera fyrir hendi.
Í fréttum nýlega kom fram nýtt afbrigði af fréttamennsku.
Mátti heyra þetta í flestum fjölmiðlum:
"Trump hefur fullyrt,ranglega,að kosningasvik..."
Afleitt að fréttastofur hagi máli þannig enda eru þær tæpast
handhafar sannleikans fremur en nokkur annar er.
Minnir á trúboðsstöðvar sem halda fjandanum ótæpilega
að áhorfendum en boðskapurinn um Jesú Krist fer fyrir ofan garð
og neðan(!)
Húsari. (IP-tala skráð) 16.2.2021 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.