Skógrækt og vindorkuvæðing eru vandasöm stórverkefni og virðingarverð.

Skógrækt og vindorkuvæðing landsins eru hliðstæð fyrirbæri um margt. Hvort tveggja getur leikið stórt hlutverk í andófi gegn of miklum koltvísýringi í lofthjúpnum og súrnun sjávar, og hvort tveggja hefur mikil áhrif ásýnd landsins og samspil við önnur náttúruverðmæti. 

Það að auki innifela þessi stórverkefni gríðarlegt átak, vinnu og fjármagn.  

Stór hluti af því verður að vera sú mikla og nauðsynlega vinna sem leggja þarf í vandað mat á umhverfisáhrifum , svo að þessi verkefni valdi ekki óþörfu tjóni í því efni. 

Við slíku er hætt ef stjórnlaust og fyrirhyggjulaust æði fær að ráða för. 

Eitt lítið dæmi af mörgum í því efni blasir við vegfarendum á Þjóðvegi númer eitt um Stafholtstungur. 

Eitt fegursta fyrirbrigði þessa hluta Borgarfjarðarhéraðs eru klettaröðlar og lág hamrabelti, sem prýða gróið landið umhverfis þá og eru einkar fallegir þegar sól er lágt á lofti síðdegis, einkum á haustin og vorin. 

Þessar hamragirðingar eru nú hver af annarri að sökkva í skóg, sem plantað hefur verið rétt upp við þá, oft með útlendum háum trjám.  

Á þessu svæði má finna stórar lendur sem frekar ætti að rekta skóg á og af nógu að taka. 


mbl.is Segja skógrækt slitna frá landbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband