17.2.2021 | 22:13
Svínvirkar aðferð svarta listans áfram hjá Trump?
Atburðir síðustu vikna virðast litlu breyta hjá Donald Trump. Ein þekktasta aðferð hans til að ná völdum, áhrifum og fé var sett fram af honum sjálfum fyrir margt löngu þegar hann í bók lýsti því hvaða aðferð ætti að nota í viðskiptum og valdabaráttu:
"Færa inn á sérstakan lista nöfn allra þeirra sem gætu veitt samkeppni eða gert eitthvað á hluta viðkomandi ritara listans, og einnig að færa þar allt inn sem hægt væri "að hafa á hann" til þess að ná honum niður."
Tilvist svona lista er ekkert leyndarmál, því að tilvist svona lista ein hræðir og skapar ótta hjá þeim, sem þar eru settir á blað. Mitch McConnel sér nú sína sæng upp reidda: Honum og öðrum, sem makka ekki rétt mun verða rutt úr þingsætum sínum og embættum miskunnarlaust.
Og Trump nefnir dæmi um það mikla vald, sem hann hafi haft og notað til að ryðja óþægum i burtu eða að umbuna þægum.
Í frægu símtali sínu við innanríkisráðherra Georgíu margítrekaði Trump þá hótun, að ráðherrann stofnaði sér í mikla hættu með því að hlýða sér ekki í hvívetna.
Engan þarf að undra þótt tilvist svona svarts lista sé viðurkennd aðferð hjá Trump til að afla sér valda og frama.
Hún dugði vel í viðskiptum og í fjölda gjaldþrotamála Trumps, sem hann vann frækilegan sigur í hvert einasta sinn, og var eyðing eins af spilavítum hans, sem sýnd var á sjónvarpsstöðvum í kvöld eitt dæmið um sigurgönguna miklu og tákn um komandi sigurgöngu til embættis forseta BNA eftir fjögur ár með skilvirkri notkun svarta listans.
Trump setur McConnell í sigtið hjá sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Færa inn á sérstakan lista nöfn allra þeirra sem gætu veitt samkeppni eða gert eitthvað á hluta viðkomandi ritara listans, og einnig að færa þar allt inn sem hægt væri "að hafa á hann" til þess að ná honum niður."
Þetta hefði getað verið rifið úr handbók Nancy Pelosi, um hvernig ætti að haga nornaveiðunum gegn Trump (í bæði skiptin).
Nema að Demókratar gengu jafn enn lengra en þetta. Það var ekki nóg að koma með upplognar sakir. Þeir fölsuðu líka "sönnunargögn" (verð að hafa þetta orð í gæsalöppum af augljósum ástæðum.
Ef þeir fölsuðu gögn til að geta neglt Trump, á æðsta vettvangi þjóðarinnar, þar sem allir eru bundnir sannsögli, af hverju er svona ólíklegt að þeir hafi falsað hundruðir þúsunda atkvæða, sem þúsundir undirritaðra vitnisburða vitna um?
Það skal að lokum tekið fram að þeir sem lögðu inn þessa vitnisburði gátu farið í fangelsi fyrir meinsæri ef dómarar í USA hefðu ekki verið hugleysingjar og heykst á að taka málin fyrir.
Ólíkt stjórnmálamönnum og embættismönnum, sem alltaf eru öruggir, sama hversu mikið þeir ljúga og svíkjast um eins og COVID19-gate mál Cuomo ríkisstjóra í New York sýnir vel.
Theódór Norðkvist, 17.2.2021 kl. 22:51
Góð og skörp athugasemd Theodór
Halldór Jónsson, 17.2.2021 kl. 22:59
Þakka þér fyrir, Halldór.
Theódór Norðkvist, 18.2.2021 kl. 01:44
RÚV lýgur eins og alltaf. Trump ÁTTI einu sinni þennan "turn." Var löngu búin að selja hann eða hann eign í gjaldþrotamáli. Þeir sem rifu bygginguna sýnir bara fram á gjaldþrot þeirra sjálfra því það á ekki að "borga" sig að rífa byggingar. Þú getur nefnilega gert allt gamalt sem nýtt og það er ALLTAF hagkvæmara! í gömlum hlutum er alltaf eitthvað heillegt.
Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 18.2.2021 kl. 05:47
Fyndnir trumpistarnir hérna. Heilaþvegnir og auðtrúa.
Maron Bergmann (IP-tala skráð) 18.2.2021 kl. 08:49
Þörfin fyrir sterkan leiðtoga er mjög rík, ekki einungis hjá manninum, en líka hjá mörgum dýrategundum.
Það er undarlegt að því grimmmari og brútalli þessir leiðtogar eru, því meira virðast þeir elskaðir.
Það er ekki að efa að stór hluti þýsku þjóðarinnar nánast tilbað Hitler á velmektardögum hans.
Og ekki má gleyma Stalín, sem margir íslenskir menntamenn dýrkuðu og þjóðskáldið orti lofgerðarljóð til.
Ekki vil ég líkja Trump við Hitler eða Stalin, en trúverðugar frásagnir bera vitni um mikinn hrottaskap hans. "What a kind of son have I created" á móðir hans eitt sinn að hafa sagt.
Donald Trump virðist snerta hjörtu margra, tugmilljónir Bandaríkjamanna elska hann og dýrka. Og hér uppi á Íslandi lofa menn hann í líkingu við Stalín gamla. Kannski eitthvert skáldið fari að yrkja um hann.
Hörður Þormar, 18.2.2021 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.