Á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hafa ýmsar sveiflur orðið í fylgi flokkanna, sem komu mönnum á þing, en við komandi kosningar verður ekki spurt um samanburð við þær sveiflur, heldur einfaldlaga um það hvert fylgið verður, miðað við síðustu kosningar.
Þá blasa þessi aðalatriði við:
Núverandi ríkisstjórnarflokkar fengu um 54 prósent atkvæða 2017 og 35 þingmenn, enn stjórnarandstaðan 28.
Í skoðanakönnun MMR núna fá ríkisstjórnarflokkarnir samtals 47 prósent atkvæða og yrðu samkvæmt því ekki færir um að mynda meirhlutastjórn.
Framsóknarflokkurinn héldi sínu, en Vinstri grænir myndu tapa tæpum 4 prósentustigum, fjórðungi fylgisins miðað við kosningarnar síðast, og Sjálfstæðisflokkurinn um 3 prósentustigum.
Í komandi kosningum verður það ekki nefnt á kjörseðlinum sem möguleiki að fólk fái að kjósa með eða á móti núverandi ríkisstjórn, og hið góða fylgi ríkisstjórnarinnar einnar og sér, myndi ekki skila sér.
Vinstri græn ná Samfylkingunni í fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.