Mars er málið, ekki tunglið.

Það var gaman að fylgjast með aðflugi Þrautgóðs að lendingarstað sínum á mars í kvöld, þar sem því var lýst skref fyrir skref hvernig geimfarið hægði á sér, fallhlífin fór út og marsjeppinn kom heill niður á lendingarstaðnum. 

Segja má að þessi viðburður sé rökrétt framhald af auknu fjármagni í rannsóknir og undirbúning sem varð samfara stofnun svonefnds Marsfélags, sem stofnað var fyrir aldamót til að hvetja til marsferða. Bob Zubrin

Þótt tunglið og tunglferðir hafi verið ágætur undirbúningur fyrir geimferðir fyrir hálfri öld, var þó alveg ljóst frá upphafi, að miklu líklegra væri að landnám manna á mars gæti orðið að veruleika í framtíðinni heldur en landnám á tunglinu. 

Þótt lofthjúpur mars sé lítill og aðstæður ekki beint lífvænlegar, eru þó heillandi líkur fyrir því að einhvers konar líf hafi verið á mars fyrir milljörðum ára, og í aðalgrein tímaritsins Time árið 2000 var sýnt á skýran hátt hvernig mannabyggð á mars gæti litið út í framtíðinni. 

Það sama ár kom Bob Zubrin formaður Marsfélagsins til Íslands og síðar hafa fleiri forgöngumenn marsferða hingað til lands, þar sem aðstæður eru um margt svipaðri og á mars en nokkurs staðar annars staðar á móður jörð. 


mbl.is Lendingin heppnaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband