19.2.2021 | 21:24
Höfðinn; hans tími hlaut að koma.
Fram að miðju síðustu aldar réði sú hugsun ríkjum í skipulagsmálum Reykjavíkur, að þungamiðja byggðarinnar væru við Tjörnina, og til að undirstrika þessa hugsun var Hringbraut sett niður í skipulagið sem umlukti hana.
Þjóðleiðir mættust í Kvosinni, um það svæði lá önnur þeirra af hafi í formi sjóflutninga, en í landi tók við þjóðleið landflutninga austur að Elliðaám, þar sem hún greindist til tveggja átta, til norðurs, norðvesturs og alla leið austur á land um Vesturlandsveg, frá Elliðaánum áfram til austurs um Suðurland, en þriðja leiðin greindist frá strax við Öskjuhlíð suður til Hafnarfjarðar og Suðurnesja.
Í Reykjavík bjuggu um 40 þúsund manns 1940 en nú búa finmfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu.
En hið furðulega gerðist að gamla hugsunin um Vatnsmýrina sem nafla alheimsins hefur haldið velli langleiðina fram á þennan dag. Og það er ekki fyrr en fyrst nú sem heljar mikið malarnám hefur loksins vikið á brott af Árthúshöfðanum.
Um daginn hraut af vörum borgarstjórans að Ártúnshöfðasvæðið væri afar dýrmætt vegna hinnar miðlægu legu sinnar.
Þetta má heita tímamótayfirlýsing, knúin fram af þeirri staðreynd að stærstu krossgötur landsins eru fyrir löngu farnar úr Kvosinni og eru nú á svæðinu Snárinn-Mjódd-Skemmuhverfi-Ártúnshöfði.
Nú er að sjá af allri þeirri umfjöllun, sem Höfðinn hefur fengið í sambandi við nálægð sína við Sundabraut, Borgarlínu og aðrar aðalumferðaræðar, að tími hans sé loksins kominn.
Það var mikið!
Kynna tillögur að 20 þúsund íbúa hverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.