Stórmerkilegur ferðamáti. Hundaprófkjör um goggunaröð.

Skönmu fyrir siðustur aldamót var prófað að halda úti útgerð á hundasleðaeyki hér á landi, og gekk það svona og svona. Þó var vitað af reynslunni annars staðar á norðurslóðum og líka á Suðurskautslandinu að hundar tóku hestum og öðrum ferfætlingum fram til jökla- og heimskautaferða. 

Ýmis konar áhugaverður fróðleikur kom fram hjá fólkinu, sem var með hundana, svo sem það að í upphafi gekk illa að fá leyfi fyrir ýmsum lyfjum sem nauðsynleg voru til að stunda hundasleðaferðir. 

Einn hluti þess var það, hvernig uppröðun hundanna í eykinu var. Nauðsynlegt var að raða þeim eftir getu og forystuhæfileikum og aldalöng hefð hafði kallað fram einn helsta hluta þess vals, sem fólst í því að hundarnir gerðu þetta sjálfir í uppgjöri sín á milli, sem bar ýmis líkindi við prófkjör stjórnmálaflokkanna í mannheimum. 

Ef forystuhundurinn fór að slappast vegna elli eða af öðrum ástæðum, kom að því, að annar hundur, oftast sá næsti á eftir honum skoraði hann á hólm í bardaga um hnossið. 

Svipað uppgjör fór einnig fram um önnur sæti, aftar í goggunarröðinni. Kostaði þetta oft sár og meiðsl hjá hundunum, og þá þurftu hundaeigendurnir hafa bæði lyf og kunnáttu til þess að hlynna að hundunum. Sem kallaði meðal annars á deyfilyf. 

Ein saga var meðal þess sem sagt var frá í þessum fróðleik um hundana. 

Kvöld eitt brá svo við að einn hundanna réðist á forystuhundinn í myrkrinu og vakti það furðu hundaeigendanna, að árásarhundurinn hafði verið aftarlega í eykinu. 

Enda gerðir tvennt óvenjulegt: Annars vegar hve óskaplega illa forystuhundurinn tók þessari árás og hins vegar hvernig hann gersamlega niðurlægði áskorandann svo stappaði nærri aftöku. 

Mátti áskorandinn hafa sig allan við með að grátbiðja um frið. 

Og þá kom í ljós hvers vegna hann hafði verið svona fífldjarfur. Hann hafði ætlað sér að ráðast á næsta hundinn í röðinni fyrir framan hann, sem var sonur forystuhundsis, og tekið feil á feðgunum!


mbl.is Lengsta hundasleðahlaup á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband