Hvernig hægt er að hemla á flughálum ísi á tveggja hreyfla vél.

Íslendingar eru skemmtilegt viðfangsefni i flugi, en að mörgu þarf að gæta. 

Afar mikilvægt er að lenda beint upp í vindinn, enda verður hemlunarvegalengdin þá ekki aðeins styttri, heldur auðveldara að halda lendingarbruninu eftir fyrirætlaðri línu. TF-HOF Skorradalsís

Eftir miklar pælingar og að lokum notkun aðferðar við að lenda stutt á tveggja hreyfla vélinni TF-HOF fyrir 40 árum var henni beitt á ísilagðri braut á Berjanesfitjum og hún svínvirkaði. 

Aðferðin er þessi: Lent beint upp í vindinn og þess gætt að vélin lendi ekki á neinni hindrun í lendingarbruninu.  

Um leið og vélin snertir ísinn án afls á hreyflum er hliðarstýrið stigið í botn til vinstri, og hægri hreyfli gefið afl. 

Við það snýst vélin til vinstri í ísbruninu og flugstjórinn hefur betra útsýni sín megin út úr vélinni í svona snúningi en í snúningi í hina áttina.

Eftir um það bil 35 gráðu snúning er hliðstýrið stigið í botn til hægri, vinstri hreyfli gefið afl en aflið dregið samtímis af hægri hreyflinum.  

Aflbeitingin er stillt þannig að vélin minnki hringsnúninginn á þann hátt að hann hætti þegar vélin hefur snúist í alls 180 gráður og rennur því afturábak. 

Þá er hliðarstýrið sett í hlutlausa stöðu og báðum hreyflum gefið fullt afl, sem vinnur á móti því hvernig hún rennur enn á brunbraut sinni á ísnum, en nú afturábak. 

Nú virka hreyflarnir eins og afturknýr ( reverse thrust) og vélin stöðvast samkvæmt því á lágmarks brautarlengd en hefur snúist um 180 gráður. 

Svínvirkaði fyrir 40 árum og myndi gera það aftur ef þetta er gert rétt. 

Á myndinni hér að ofan er búiðð að lenda TF-HOF á ísi á Skorradalsvatni einhvern tíma fyrir 1977 þegar síðuhafi eignaðist hana. en fram að því átti Guðmundur Sigurbergsson hana. 

Mér sýnist Jóhannes Fossdal flugstjóri vera lengst til vinstri á myndinni og væntanlega hefur hann lent vélinni á ísnum.  Lengst til hægri er þúsundþjalasmiðurinn og flugvirkinn Guðmundur Sigurbergsson, sem flutti vélina til landsins í kringum 1970 og setti á hana þetta forláta nef með farangursgeymslu sem auðveldað mjög að láta þyngdarpunktinn vera á besta stað í flugi. 


mbl.is Flugvélar lenda á frosnu stöðuvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband