24.2.2021 | 06:00
Lúmskur hluti af kolefnisspori og bruðli.
Í fróðlegu viðtali við Bill Gates í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum var hann spurður krefjandi spurninga, svo sem um hans eigið persónluleg kolefnisspor á einkaflugvélum.
Þar var ekki komið að tómum kofanum, því að karlinn rakti skilmerkilega hvernig hann gerði þær kröfu að jafna kolefnissporið og vel það.
Sumt af því sem hann nefndi hefur verið vel þekkt í umræðunni um langa hríð eins og það, að notkun sements og steypu skapi um sjöttung alls útblásturs og að nautgripir heimsins ættu líka furðu drjúgan hluta í þeim efnum.
Einföld mynd af venjulegri skyndibitamáltíð var notuð til að útskýra þetta og sagðist Gates vera stoltur af þeim fjármunum, sem hann hefði lagt í gerð hamborgara úr grænmeti þar sem naugriparækt kæmi hvergi nærri.
Gríðarleg sóun á fæðu ætti sér stað í því að rækta fæðufreka bústofna og stunda kvikfjárrækt, sem fælí í sér tífalt meira bruðl en þörf væri á, miðað við það að búa fæðuna til beint úr jarðargróða.
McDonald's í nýjar umbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Gott hjá Gates að veita sjálfum sér syndaaflausn þannig!
Húsari. (IP-tala skráð) 24.2.2021 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.