Furðu algengt óþol sumra ökumanna í garð léttra bifhjóla.

Þannig háttar til hjá síðuhafa, að þegar hann þarf að "fara í kaupstaðarferð" austast úr Grafarvogshverfi í átt að Gullinbrú, liggur leiðin á um 800 metra kafla um Strandveg þar sem umferðin fer um veg, sem er ein akrein í hvora átt án þess að eyja sé á milli. Hjólreiðam. á 50 km hraða

Yfirleitt er hjólinu ekið á 50 kílómetra hraða, sem er hámarkshraði á götunni og á smærra léttbifhjólinu mínu líka hámarkshraði á því. 

Á kafla hafa verið varasamar holur í malbikinu á kafla það nálægt hægri brún vegarins að varasamt hefur verið að fara á hjólinu alveg á ystu brún og skárra að vera aðeins innar á veginum á hámarkshraðanum. En að öðru leyti að reyna að vera úti við brúnina sem lengst á þessum varasama kafla, og veldur mest um það ótti við þá mörgu bíla sem fara mun hraðar þarna um. 

En í hvert sinn hefur verið nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgætni varðandi ökummenn bíla, sem sem koma á eftir hjólinu ; og ekki aðeins telja það bráðnauðsynlegt að fara yfir þennan hámarkshraða, og oft langt yfir hann, upp í 70-80, heldur látið það fara í skapið á sér að allir aðrir skuli ekki brjóta reglur um hámarkshraða.

Það gerist furðu oft að þessir ökumenn, neyta allra bragða til að fá útrás fyrir gremju sína og refsa öðrum vegfarendum fyrir löghlýðni þeirra með því að svina fram hjá þein og jafnvel þeýta flautuna.

Ef rétt er, að hjólreiðamennirnir á myndinni á mbl.is hafi verið á allt að 49 km hraða er það atriði í málinu. 

Í ljósi reynslunnar á Strandvegi kemur það ekki á óvart að ökumaður bílsins sem var ekið á eftir þeim, hafi gripið til sinna ráða til að halda hraðanum yfir 50 km/klst. 

Á Gullinbrú er til dæmis 60 km/klst hámarkshraði, en oft má sjá óþolinmóða ökumenn, sem sætta sig ekki við minna en 80 - 90 km og láta stundun aðra ökumenn finna fyrir sér. 


mbl.is Hjólreiðafólk ósammála túlkun lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mörg dæmi um hjólreiðamenn á 60 km hraða á götum með 30 km hámark, sem myndi varða sviptingu ökuskírteinis ef viðkomandi væri akandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2021 kl. 21:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað á að fylgja fast eftir öllum hraðatakmörkunu, hvert sem ökutækið er. 

Ómar Ragnarsson, 26.2.2021 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband