Danir hafa 30 km/klst hámarkshraða á reiðhjólum og lægri flokki 50cc bifhjóla.

Samkvæmt íslenskum lögum falla reiðhjól, rafreiðhjól og hjól í lægri flokki 50cc léttbifhjóla og samsvarandi rafknúnum hjólum undir ákvæði um 25km/klst hámarkshraða. 

Þetta er meginreglan í Evrópu, en í Ameríku er þessi hraði 32km/klst, (20 mílur), og í nokkrum Evrópulöndum hefur hraðinn verið færður upp í 30 og jafnvel 35 km hraða. 

Danir eru með 30 km/klst hraða af þeirri einföldu ástæðu, að á þeim hraða falla hjólin betur inn í umferðina á þeim mörgu stöðum þar sem er 30 km/klst hámarkshraði í gatnakerfinu.

Það er augljóslega mun hættuminna að hjólin fylgi almennum hraða heldur en þau fari 5km/klst hægar, þvælist fyrir bílaumferðinni og skapi óþarfa hættu. 

Danska ákvæðið og fleiri undantekningar um afl rafhreyfla sýna líka, að það er greinilega misskilningur að "Brussel" reglur séu klappaðar í stein. 

 

Þegar ferðast er um Evrópu og notkun reiðhjóla og vélhjóla skoðuð sést vel hvernig ökumenn bíla og hjóla sameinast um að nýta þá kosti til greiðari umferðar og meiri afkasta gatnanna, sem lipurð og smæð hjólanna gefa. 

Þar væri líklegast óhugsandi að atvik eins og sýnt er í tengdri frétt á mbl.is ætti sér stað þar sem hjólin tefja fyrir umferð og skapa hættu, bæði fyrri hjólreiðafólkið og fólkið í bílunum. 


mbl.is Óheimilt að hjóla á miðri akrein á 50 km götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allt of mörg dæmi eru um að hjólreiðafólk virði ekki umferðarreglur og fari t.d. langt yfir hámarkshraða eða noti jafnvel götur þar sem er 30 km/klst hámarkshraði til skipulagðra æfinga í keppnishjólreiðum. Þetta annars ágæta fólk er þessi ekki umkomið að vera að kvarta yfir hegðun annarra í umferðinni sem kjósa að nota önnur farartæki.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2021 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband