28.2.2021 | 00:21
Sjálfvirkur heimsækjandi handan við hornið á ný?
Af fréttum af uppgangi í smíði hvers kyns vélmenna í COVID-19 faraldrinum má ráða, að langmerkilegasta uppfinningin hafi verið íslenskur, nánar tiltekfið í þáttaröðinnni Heilsubælið, sem var sýnd í upphafi Stoðvar 2.
Þetta atriði, sem Laddi lék, en Gísli Rúnar Jónsson lagði væntanlega orð í munn, er ein af mörgum perlum sem þessi snargáfaði snillingur lét eftir sig; maðurinn sem gat grínað yfir sig eins og einn af vinum hans lýsti því að honum látnum.
Hafi þetta atriði ekki verið meðal þeirra atriða, sem fundust í það safn, sem notað var í minningarþætti um meistarann mikla, væri fengur í því að draga það fram og sýna á ný, því að það var greinilega langt á undan sinni samtíð, nánar tiltekið 40 árum á undan.
![]() |
Vélrænn félagsskapur í faraldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfvirkur heimsækjandi, félagi, sjúkraliði, læknir, þjónn, o.s.frv voru þegar áratuga gamlar hugmyndir þegar Heilsubælið var framleitt.
Vagn (IP-tala skráð) 28.2.2021 kl. 02:36
Ekki minnist ég þess að hafa áður séð neitt líkt atriði byggt á róbót þegar þetta atriði var sýnt í heilsubælinu.
Ómar Ragnarsson, 28.2.2021 kl. 06:13
Eitt albesta atriði Ladda. Og ég er frekar á því að hugmyndin hafi verið hans.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2021 kl. 08:24
Það að þú minnist þess ekki að hafa áður séð neitt líkt atriði byggt á róbót þegar þetta atriði var sýnt í heilsubælinu er frekar mælikvarði á áhuga þinn og þekkingu á vísindaskáldskap og hugmyndum um þróun vélmenna en snilli Gísla.
Ekki kalla ég þig snillinginn sem fann upp jeppaferðir upp á hálendið þó það hafi verið nýtt fyrir mér þegar þú söngst "Þrjú hjól undir bílnum". Næg er snilli þín fyrir að þú kynnir mér sennilega engar þakkir færi ég að skreyta þig með þeim stolnu fjöðrum.
Vagn (IP-tala skráð) 28.2.2021 kl. 14:30
Vagn það getur verið óheppilegt að rugga hásæti hans heilagleika síðuhafa.
Nonni (IP-tala skráð) 28.2.2021 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.