28.2.2021 | 17:15
Gríðarlegur munur á Osló, syðri hluta Noregs, og nyrðri hluta Noregs.
Á kortum, sem sýna útbreiðslu COVID-19 í Evrópu er sláandi munur á nyrsta hluta álfunnar og öðrum hlutum hennar.
Engu er líkara en að lína liggi nokkurn veginn um 62 breiddargráðu þannig að Ísland og nyrðri hluti Noregs hafa verið græn, en lönd öll dökkbrún eða brún þar fyrir sunnan.
Enginn hluti byggðar erlendis líkist meira suðvesturhluta Íslands hvað varðar hnattstöðu, menningu, þjóðlíf, veðurfar og mannfjölda og Þrændalög með Þrándheim sem höfðustað.
Útbreiðsla veirunnar fer ekki eftir þjóðerni heldur að sjálfsögðu eftir landfræðilegum aðstæðum sem marka samgöngur og samskipti þar sem eru ákveðin skil á milli Þrændalaga og þess hluta landdsins, sem liggur sunnan Þrændalaga.
Syrtir í álinn í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.