Á fáum svæðum á Íslandi hafa jafnmargar eldstöðvar gosið eftir ´ísöld og á Reykjanesskaga, og svipað er að segja um tímabilið frá landnámi. Hraunflæðis- og eldvirknikortið, sem birt er í dag, er líklega það langbesta hingað til, og loksins eru sett hinn helstu atriðin sem máli skipta varðandi helstu mannrivkin, svo sem Vogar, Kúagerði, nýtt flugvallarstæði , Straumsvik og Hafnfjörður, sem eru á mögulegu áhrifasvæði eldgoss á því eldvirkasvæði sem kenna má við Krýsuvik.
Á kortinu sést, að bil er á milli núverandi óróasvæðis og ysta svæðisins, sem er mekrt heitinu Reykjanes, þar sem upphaflelgu umbrotin og skjáltarnir, með lítils háttar kvikuskoti, byrjuðu í ársbyrjun í fyrra
Eins og reynt hefur verið að bena á hér á ´siðunni í nokkra daga, sást sérstaða nýjasta óróasvæðisins og ný áhrifasvæði þar með vel í liðinni viku.
Nú blasir við sú gamalkunna staðreynd, sem orðuð er í tengdri frétt, að "einhvern tíma kemur að því að það gýs" á að sjálfsögðu ekki aðeins við þá röð tiltölulega lítilla eldfjalla, sem eru ofan flugvallarsvæðisins, heldur við allar eldstöðvar skagans, allt norðaustur á Hellisheiði.
![]() |
Eldstöðvar gusu ofan við Hvassahraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þá er nú ekki gott að vera á rafbílum.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 2.3.2021 kl. 22:00
En kannski er hægt að milda þessa miklu reiði náttúrunnar með því senda sóknarbörn lofslagskirkjunnar með skóflur austur í Flóa til að moka ofan í svona eins og nokkra skurði. Og gá svo að því hvort að það virki ekki, og hvor tað jöklarnir fái það betra.
Þetta mætti þó reyna.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.3.2021 kl. 22:24
Eða að einhverjir drífi sig með skóflur í Aftapahraun eða Almenninga og byrji að róta upp einhverjum vörnum gegn hraunstraumum þar sem flugvöllurinn nýi kynni að standa berskjaldaður.
Ómar Ragnarsson, 3.3.2021 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.