Orðin "...eldgos á Reykjanesi..." vonandi mismæli.

Áður en stjórnmálamenn gripu til þess að búa til hugtakið "Reykjaneskjördæmi" gat það gerst að menn rugluðu saman Reykjanesi, sem er yst á Reykjanesskaga við skagann sjálfan sem heild. Reykjanes-skagi

Þetta var afar losaraleg nafngift samanber það að heyra talað um það að þingmennirnir Jón Skaftason og Axel Jónsson kynnta sem "þingmenn á Reykjanesi" af því að Kópavogur tilheyrði Reykjaneskjördæmi. 

Þetta fór smám saman að valda vaxandi ruglingi sem enn sér ekki fyrir endann á, samanber fyrstu orðin á upplýsingafundi í dag um "eldgos á Reykjanesi."

Á tveimur myndum hér á síðunni sést glögglega hvað er hvað á einu af nýjustu kortunum af Suðvesturlandi þar sem heitið Reykjanes er sett á nákvæmleg rétt svæði. 

Á víðari myndinni er heitið réttilega yst á skaganum, en umrætt hugsanlegt gos við Keili er svo langt frá Reykjanesi, að það lendir utan við myndina, enda í tæplega 30 kílómetra fjarlægð frá Reykjanesi! Reykjanes, kort

Þegar leið á upplýsingafundinn var sem betur fer farið að nota heitið "Reykjanessskagi" svo að vonandi var upphafsorðið mismæli. 

 


mbl.is Engar hamfarir að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt vona, en skaginn heitir allur Reykjanes. Heitir Reykjanes, er skagi og á hrygg. Rétt eins og Reykjavíkurborg heitir Reykjavík. Snæfellsnesskaginn heitir Snæfellsnes. Vestfjarðarkjálkinn Vestfirðir. Og Reykjanesbær ekki Reykjanesskagabær.

Reykjanesið er síðan 2015 viðurkennt sem Reykjanes Geopark, "UNESCO, the United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization, recognised Reykjanes as a UNESCO Global Geopark in 2015.".

Og um Reykjanesfólkvang, ekki Reykjanesskagafólkvang; "Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð árið 1975, og standa að honum þessi sveitafélög: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Reykjanesbær og Vogar sem bættust við á árinu 2011. Stjórn fólkvangs er í höndum þessara sveitafélaga í samráði við Umhverfisstofnun.         Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar hér á landi. Mörk hans að austan eru sýslumörk Gullbringu- og Árnessýslu og að norðan tengist hann Bláfjallarfólkvangi. Vesturmörk fólkvangsins eru vestan við Undirhlíðar og Núpshlíðarháls í sjó við Seltanga og suðurmörk fylgja strandlínu.         Eina stóra stöðuvatnið er Kleifarvatn. Það er afrennslislaust ofan jarðar en sunnan þess eru litlar tjarnir og votlendi. Landið er fjöllótt, tveir áberandi fjallshryggir liggja eftir því í NA-SV stefnu og eru í um 300-400 m hæð yfir sjó, Núpshlíðarháls og Sveifluháls. Brennisteinsfjöll eru austast í fólkvanginum en þar ná nokkur fjöll 500-600 m hæð. Langahlíð er fjallshryggur sem liggur austan og norðan við Kleifarvatn. Landið er víðast þakið hraunum og sums staðar hafa þau runnið í sjó fram."

Andvari, tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags. 1885

Vagn (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 18:00

2 identicon

Og fyrir flugáhugamenn:

Vagn (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 18:16

3 identicon

Ágæti Vagn! Þú getur haldið þessu fram þangað til þú verður fjólublár í framan og vitnað í hvaða bullukoll sem er. Staðreyndin er hins vegar sú að Reykjanes er hællinn á Reykjanesskaganum og er samtals innan við einn ferkílómetri. 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 18:36

4 identicon

Þegar kaninn fór að kalla Reykjanesið Reykjanes peninsula og það þótti fínna að snobba svolítið og kalla það Reykjanesskaga hefur nafnið sjálft ekkert breyst. Og að á Reykjanesi skuli vera til staður sem einnig heitir Reykjanes breytir heldur engu með nafnið. Það er ekki óþekkt að tveir eða fleiri staðir beri sömu nöfn.

Vagn (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 19:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Meðal þeirra sem vitnað er í hjá þér Vagn, eru þessar fínu heimildir frá 19. öld þegar helstu dagblöð og ritstjórar háðu langa og heiftúðuga deilu um það hvort gatkletturinn við Arnarstapa væri Dyrhólaey!

Ómar Ragnarsson, 3.3.2021 kl. 21:08

6 identicon

Það var aldrei deilt um það hvort gatkletturinn við Arnarstapa væri Dyrhólaey. Það var deilt um það hvort mynd af klettagati væri af Gatkletti við Arnarstapa eða af Dyrhólaey. Og það var 1901, 20. öld.

"---Eftir að Björn Jónsson, ritstjóri og síðar ráðherra, birti í misgáningi ljósmynd af Gatkletti við Arnarstapa á Snæfellsnesi í Sunnanfara 1901, sagði hann vera Dyrhólaey og vildi síðan ekki viðurkenna mistök sín, kallaði keppinautur hans á blaðamarkaðnum, Hannes Þorsteinsson ritstjóri, hann „Dyrhólagatistann“. ---"  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1375086/

Vagn (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 22:06

7 identicon

Reyndar er nafnið Reykjanesskagi líklega ekki eldra en Bandaríkin en það er miklu eldra en vera bandarískra soldáta hér. Það er líka miklu eldra en til dæmis nafnið Tröllaskagi sem þykir flott í auglýsingum.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 22:07

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er að vitna í blaðaskrifin frá 1885, sem þú birtir, en þau skrif voru á 19. öld, er það ekki?

Ómar Ragnarsson, 3.3.2021 kl. 22:54

9 identicon

"Meðal þeirra sem vitnað er í hjá þér Vagn, eru þessar fínu heimildir frá 19. öld þegar helstu dagblöð og ritstjórar háðu langa og heiftúðuga deilu um það hvort gatkletturinn við Arnarstapa væri Dyrhólaey!" er ekki hægt að skilja nema á einn veg.

Vagn (IP-tala skráð) 3.3.2021 kl. 23:18

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég vil staðsetja ýmar þrætudeilur á tímabilinu 1885 til 1901 áskil ég mér rétt til að setja þær frekar á reikning 19. aldar en þeirrar 20. 

Rétt eins og þú notar alls konar sjónarhorn og þau mörg mótsagnarkennd til að rökstyðja það sem þú heldur fram. 

Ómar Ragnarsson, 3.3.2021 kl. 23:54

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Held að þetta snúist um málvenjur og þær öðlast rétt, jafnvel þó þær séu ekki kórréttar.

Ég hef vanist því að kalla allan skagann Reykjanes og reyndar ekki svo mörg ár síðan að ég áttaði mig á því að örlítil nibba á hæl skagans bæri þetta nafn. Skaginn allur er kenndur við nibbuna, líkt og Snæfellsnesið kennt við vestasta hluta skagans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2021 kl. 09:17

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En svo er spurning, hvenær er nes nes og skagi skagi :) 

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2021 kl. 09:20

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo er eitt.. Reykjavík er á Seltjarnarnesi (vestan Elliðaáa) en það er sjaldan nefnt því það er ekki málvenja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2021 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband