4.3.2021 | 21:00
Sýlingafell er 2 km frá Svartsengi og um 4 km frá byggð í Grindavík.
Þótt nú sé lang stærsta hraunflæðissvæðið við Fagradalsfjall í Hrunflæðisspá vísindamanna við Háskóla Íslands, er annað mun minna svæði frá hugsanlegum upptökum við Sýlingafell rétt við Svartsengi athyglisverðara fyrir þá sök, að þaðan eru aðeins um fjórir kílómetrar til byggðar í Grindavík og innan við tveir kílómetrar til Gufuorkuversins þar og Bláa lónsins.
Vestasta gossvæðið af fjórum er við Staðarhverfi fyrir vestan Grindavík.
Þetta er nóg til þess að segja, að heildarmynd umbrotanna í kvöld hefur breyst talsvert.
Á móti kann að koma að ef á heildina litið sé minnkandi hætta á eldgosi.
Möguleg gossvæði orðin fjögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þurfa vísindamennirnir að leggjast yfir kort með örnefnum og negla niður góðan stað fyrir gosið með nafni sem er alger tungubrjótur fyrir útlenda þáttastjórnendur og fréttamenn.
Vagn (IP-tala skráð) 5.3.2021 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.