5.3.2021 | 11:18
Ísland-Þrændalög, Reykjavík-Þrándheimur.
Eftir að hafa komið þrisvar til Þrándheims og ferðast um Þrændalög blasir við Íslendingi, að hvergi erlendis, nema kannski í Færeyjum, eru landshættir og menning jafn svipuð.
Færeyingar eiga að vísu tungumál, sem er miklu líkara íslenskku en nokkurt annað, en Þrándheimur og Þrændalög eru miklu líkari Reykjavík og suður- og vestuhluta Íslands að stærð, mannfjölda, breiddargráðu og loftslagi en Færeyjar.
Í Þrándheimi er Ólafshöllin, menningarhús sem hefur það fram yfir Hörpu að vera gert fyrir allt það, sem Harpa hefur og óperuflutning að auki, en á mun hagkvæmari og ódýrari hátt.
Í Þrándheimi er líka stórt sjúkrahús, sem gert var með "bútasaumi" eins og hér er verið að gera, og þykja það hafa verið mistök; hefði verið betra að gera sjúkrahús alveg frá grunni á einni auðri lóð í upphafi.
Það úir og grúir af söguslóðum í Þrándheimi, líka íslenskum, því að á tímabili sóttu Íslendingar margt þangað.
Nú bregður svo við að einu grænu blettirnir í Covid-kortinu eru Ísland og Þræandalög. Já, margt sýnist líkt með skyldum.
Ísland 5,77 Svíþjóð 487,64 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.