Hvað með negldu dekkin?

Kostnaðurinn við ræstingu útblásturslofts út úr jarðgöngum hefur verið mikill bæði hér á landi og erlendis. 

En þó er allur blástur ekki upp talinn, því að oft er loft ansi mettað af ryki frá negldum hjólbörðum í göngunum. 

Þegar síðuhafi var á ferð í Noregi fyrir tólf árum var hins vegar ekkert ryk í lengstu bílgöngum heims þar, því notkun negldra hjólbarða var þá bönnuð á þeim slóðum og líka bæði í Osló og Bergen. 

Nú er senn að líða vetur hér á landi, þar sem aðeins hefur verið snjóföl í tvo daga í allan heilan vetur á sama tíma sem tugþúsundir dekkja hafa lamið og barið göturnar. 

Á okkar miklu tæknitímum er merkilegt að ekki skuli hafa fundist ný ráð við hálku sem geti minnkað þessi ósköp. 


mbl.is Billegri göng vegna rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú minnist ekkert á saltausrið á götum borgarinnar sem hefur valdið svifryksmengun. Af hverju að vera að salta þegar enginn snjór hefur komið?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2021 kl. 12:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það blasir við á hverju vori og hverju hausti að svifrykið fylgir því hve mörg dekk eru negld.  Þar að auki sýna allar rannsóknir bæði hér á landi og erlendis, að naglarnir eyða malbikinu margfalt meira en saltið. 

Saltausturinn hefur verið réttlættur með því að með því sé ökumönnum gert kleyft að láta vera að negla dekkin. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2021 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband