Birtutíminn klukkustund lengri en næturtíminn. "Vor í lofti."

Þótt jafndægri á vori séu í kringum 20. mars er skilgreindur birtutími, sem sólin er minna en 6 gráður ofan sjóndeildarhrings, orðinn lengri en næturtíminn um 3. mars, og er núna frá ca klukkan sjö á að mð morgni til klukkan átta að kvöldi. 

Það var sólbaðsveður í skjóli í Reykjavík í gær og við sólarupprás núna áðan sindraði sólin á gluggunum í Austurbrúnarblokkunum í vestri. Og gott að frétta af endurbótum á aðgengi á Þingvöllum fyrir þá, sem vilja njóta nýrrar gönguleiðar þar, sem verið er að vinna við.  

                                                                 VOR Í LOFTI.

                                                                (Með sínu lagi,á Spotify)  

ÞDSC09442að er vor í lofti og lífið er svo ljúft á þessum degi. 

Eftir vetrardrunga og dimmu hér

ríkir dýrð á láði og legi. 

Eins og hendi veifað nú hvarf á braut 

allt hugarvíl og þreyta. 

Það er vor í lofti, öll linast þraut

og líkn vill sólin oss veita. 

 

Ó, hve sælt um bæinn að leggja leið; 

sjá leik hjá glöðum börnum 

og að hlusta´á fuglanna söngvaseið 

er þeir synda´á lækjum og tjörnum; 

horfa´á pörin una við eyjasund 

og ástarorðin hjala. 

Það er vor í lofti og vonarstund, 

sem vekur sálina´af dvala.  

 

Birtu´á tindana bláminn slær

yfir bröttum, fannhvítum hlíðum. 

Þegar glampar sólin og glóir snær

þá er gott að vera á skíðum. 

 

Þó á almanaki sé okkur tjáð,

að ennþá ríki vetur, 

sólin hefur þegar á hjarnið skráð, 

að senn hafi sumarið betur. 

 

Þegar hátt hún líður um ljómans hvel

hún lofar birtu og hlýju. 

:,: Það er vor í lofti, oss líður vel 

og lífið brosir að nýju.:,: 

 


mbl.is Ný gönguleið í hjarta þinghelginnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband