15.3.2021 | 22:25
Góðar fréttir af þráðum framfarasporum á Ströndum.
Það eru góðar fréttir, sem berast frá Árneshreppi á Ströndum, því að þær eru af framkvæmdum, sem hafa verið langþráðar til þess að koma nútímanum á fót í samfélagi, sem er þess eðlis, að í raun getur enginn sagt að hann hafi komið í Strandasýslu og á Strandir með því einu að hafa aðeins farið um Þröskulda og Steingrímsfjarðaheiði.
Á tímabili leit út fyrir að þessi mál væru í gíslingu hjá þeim sem hafa löngum ekki séð neitt ráð til uppbyggingar nema með því að fórna til þess náttúruverðmætum, sem þó eru og verða vonandi stór og vaxandi þáttur í sókn þessarar fögru og heillandi byggðar inn í blómlega framtíð.
Ljósleiðari í fámennasta hrepp landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.