18.3.2021 | 23:22
Stórfróðlegt viðtal um eldvirknina á Reykjanesskaga.
Stórfróðlegt viðtal er á mbl.is við Sigmund Einarsson jarðfræðing um eldvirkni á Reykjanesskaga og fylgir kort sem sýnir skagann allan og vel það, allt frá Reykjanestá til Þingvallavatns.
Sigmundur hefur sökkt sér sérstaklega niður í sögu eldvirkni á skaganum í áratugi og er svo sannarlega á heimavelli í þeim efnum, hvar sem er á skaganum.
Eins og nokkrum sinnum hefur verið bent á á þessari síðu, er í fyrsta lagi ekki hægt að spá með vissu um hvort, hvar eða hvenær gos gæti orðið; og í öðru lagi, sýnir nútíma mælitækni, að hraunkvikan sem er þarna á ferðinni er ekki ennþá meiri en svo, að gosið yrði lítið (sjá pistil í gærkvöldi).
Ef eldur kæmi til dæmis upp í Nátthaga austan við Ísólfsskála yrði það ekki neinn mörg hundruð metra hár og margra kílómetra langur eldveggur eins og býsnast var yfir í erlendum fjölmiðli nýlega, heldur líklegast að eldurinn sæist varla frá Reykjavík yfir Fagradalsfjallið.
![]() |
Ólíklegt að kvika muni koma upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.