Gaus þarna 1783?

Á árunum 1783-84 var einstaklega umbrotasamt á Íslandi. Skaftáreldar, annað af tveimur lang mestu eldgosum á sögulegum tíma hér á landi, hófst í júní, en þar á undan voru sagnir af umbrotum undan Reykjanesi svo að eldur komst upp úr sjó, en þó án þess að varanleg eyja myndaðist. Reykjan.skagi 19.3.2021

Um sumarið gaus fyrst á syðri hluta sprungu við Laka og hraun rann alla leið niður í Landbrot allt að Kirkjubæjarklaustri , en síðan tók sig upp gos norðan við fjallið með hraunrennsli niður á láglendið austan við Klaustur. 

Í lokin gusu síðan Grímsvötn og bundu endahnútinn á lang mannskæðustu náttúruhamfarir hér á landi; fjórðungur þjóðarinnar lést og meirihluti búpenings. 


mbl.is Jarðskjálftahrina hófst klukkan 4:30
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband