21.3.2021 | 14:29
Þrír létust af völdum eldgosa á síðustu öld.
Skjalfest eru þrjú dauðsföll hér á landi á síðustu öld, einn maður af völdum Kötlugsssins 1918, einn vegna veltandi bjargs í Heklugosinu 1947 og einn vegna gasmengunar í Heimaeyjargosinu 1973.
Í öll skiptin var engin leið að sjá atvikin fyrir, því að slíkt getur verið á svo marga vegu ófyrirsjáanlegt að séstaka aðgát verður að hafa og mun meiri en margir hafa sýnt nú í Fagradalsfjallsgosinu.
Mikil mildi var að ekki skyldu fleiri farast í Kötlugosinu og raunar eru áhöld um það hvort skrifa eigi eina dauðsfallið þar beint á gosið.
Fólk vanmeti aðstæður við gosstöðvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.