22.3.2021 | 18:34
Sagan endurtekur sig, óðagot og deilur vegna nafngiftar.
Það er segin saga, að eldgos eru varla byrjuð hér á landi þegar upphefjast miklar umræður og deilur um að æða í að gefa gosinu nafn.
Í nær öllum tilfellum hefur sem betur fer liðið drjúgur tími þangað til nafn var endanlega ákveðið.
Vikum og mánuðum saman stóð yfir fáránleg deilo um það hvert nafnið á Holuhrauni ætti að verða, já, fáránleg með nöfnum eins og Nornahraun, á sama tíma sem gosið var allan tímann nokkurng veginnn alveg inni í gossprungunni, sem gaus úr í kringum árið 1800 og eftir stóð hraun með nokkrum gígum í röð, sem hafði heitið Holuhraun mestallan tímann.
Núna er rutt fram alls konar heitum, sem eigi að kenna við stærð gossins við Fagradalsfjall, þótt enginn viti hve stutt eða langt gosið eigi eftir að verða.
Það á að vera lágmark að nokkurn veginn sé séð, hvernig nýja náttúrufyrirbærið lítur út, áður en rokið verði í gefa því endanlegt nafn.
Minna má á, að þegar menn fæðast, eru þeir aðeins nokkur kíló, en engum dettur samt í hug að rjúka í að skíra þá strax Lilla eða Stúf.
Litla-Hraun, Ræfill eða Geldingur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nafnið Óðagot passar líka ansi vel Ómar. Eða jafnvel Óðagat.
"Þeir" voru jú búnir að aflýsa þessu gosi daginn sem það hófst. Og samkvæmt massífum fjölmiðlastormi átti gosið að vera löngu hafið og verða rosalegt.
Nú jæja, hvað um það.
En hvað með nafnið Aflús?
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2021 kl. 20:45
Hraunlús?
Ómar Ragnarsson, 23.3.2021 kl. 01:12
Tja...
Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2021 kl. 02:30
Fólk pælir í nöfnum áður en barn fæðist. Það er ekkert athugavert við það, og óþarfi að vera með eitthvað geðvonskunöldur, þó fólk komi með uppástungur og finni sem flest nöfn til að velja úr þegar þessu verður gefið nafn.
Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.