"Einstæðar dyngjur og gígar og gjár...".

Svæðið norðan Vatnajökuls er fágætt á heimsvísu hvað varðar allar dyngjurnar, sem þar eru, alls um átta nafngreindar.  Þær stærstu Trölladyngja og Kollóttadyngja, tvær á sama svæðinu á stærð við Skjaldbreið.Kollóttadyngj Herðubr.-Tögl.SnæfellÞegar órói var á svæðinu milli Upptyppinga og Herðubreiðar 2007-2008 fór hann á tímabili yfir að svonefndri Álftadalsdyngju, sem liggur við Fagradal. 

Var þá varpað fram þeirri hugmynd, að ef það gysi í Álftadalsdyngju gæti það orðið rólegt en langvinnt dyngjugos, sem yrði meinlítið og sannkallað túristagos.  

Hér ámyndinni má sjá fjórar tegundir íslenskra eldstöðva; dyngju (Kollóttadyngja), stapi (Herðubreið), gígaröð (Herðubreiðartögl) og stórt eldfjall (Snæfell).  

Í ljóðinu og laginu KÓRÓNA LANDSINS eru þessar hendingar: 

 iðar

Allvíða leynast á Fróni þau firn, 

sem finnast ekki´í öðrum löndum; 

einstæðar dyngjur og gígar og gjár

með glampandi eldanna bröndum. 

Við vitum ekki´enn að við eigum í raun

auðlegð í hraunum og söndum, 

sléttum og vinjum og urðum og ám

og afskekktum sæbröttum ströndum.  


mbl.is Vísbendingar um dyngjugos sem getur varað í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ansi fátt sem ekki er fágætt á heimsvísu. Ég get hvar sem er tekið upp steinvölu og hvergi er aðra eins að finna.

Mauna Kea á Hawaii í Bandaríkjunum er stærsta dyngja jarðarinnar. Dyngjur er víða að finna og hver þeirra, eins og steinvalan, á sinn hátt fágæt á heimsvísu.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 02:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er fjöldinn og fjölbreytnin sem gerir svæðið norðan Vatnajökuls óviðjafnanlegt heimsfyrirbæri. 

Sú var niðurstaða Magnúsar Tuma Guðmundssonar þegar undirbúningsnefnd fyrir Vatnajökulsþjóðgarð fól honum að gera úttekt á níu helstu eldfjallasvæðum heims, Vatnsvæði Jökulsár á Fjöllum, Kamtsjatka, Norðvesur Kanada, Alaska, Norðvestur Bandaríkjunum, Andesfjöllum, Nýja-Sjálandi og Suðurskautslandinu. 

Hann kynnti sér tíu tegundir fyrirbæra, sem vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum býr yfir, stór eldfjöll, eldfjöll undir jökli, mikil hamfarahlaup, stór gljúfur, gítaraðir/móbergshryggir, dyngjur, stórir sandar, stapar, miklar hraunbreiður, stórir jöklar. 

Ekkert þessara helstu eldfjallasvæða heims komst nálægt vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum. 

En þú, Vagan, veist þetta auðvitað allt saman betur og þreytist ekki á að tala niður náttúru Íslands, mestu verðmætin, sem okkur sem þjóð hefur verið falið að varðveita fyrir afkomendur okkar og mannkyn allt. 

Vakir um nætur til að sinna þessu hlutverki sem best. 

Ómar Ragnarsson, 23.3.2021 kl. 07:19

3 identicon

Verður gaman að geta skoðað þetta þegar nýi vegur norður fyrir kemur. Hann sparar líka 250 km akstur austur.

GB (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 12:41

4 identicon

Algjörlega sammála þér Ómar um svæðið norðan Vatnajökuls. Algjörlega einstætt, ekki bara það sem þú hefur talið upp hér að ofan heldur líka fegurðin og andstæðurnar. Svartir sandar og gróðurvinjar sem detta eins og af himnum ofan og svo bláhvítur jökullinn yfir sem gleypir suðurhimininn með sínum yfirburðum. Gróður og gróðurleysið skapa veröld útaf fyrir sig sem  hvergi verða meira áberandi en í úrkomuskugga Vatnajökuls sem gerir það að verkum að varla þrífst stingandi strá á þurrum hæðum en getur verið gróskulegt í lægðum frammeð lækjum og lindum. Stórkostlegt svo ekki sé meira sagt. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 13:30

5 identicon

Smá mótvægi við oflofið og sjúklega hrifninguna.

Það er fjöldinn og fjölbreytnin sem gerir svæðið norðan Vatnajökuls óviðjafnanlegt heimsfyrirbæri. Fjöldi og fjölbreytni lúkkar svo frábærlega þegar það er sett upp í Excel.....Skoðun Magnúsar Tuma Guðmundssonar er bara skoðun, og skoðanir eru eins algengar og rassgöt og oftast ekki mikið merkilegri.

Okkur sem þjóð hefur ekki verið falið af neinum, hvorki guðum, geimverum né álfum, að varðveita eitthvað fyrir afkomendur okkar og mannkyn allt. Ekki frekar en fyrri kynslóðir.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 13:50

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Skoðun Magnúsar Tuma er bara skoðun..eins og rassgöt og ekki mikið merkilegri."

Svona afgreiðir Vagn rannsóknir eins af okkar fremstu jarðvísindamönnum þar sem fjallað er um staðreyndir og niðurstöður fundnar og birtar á vísindalegan hátt. 

Þennan hrikalega sleggjudóm fellir Vagn léttilega án þess að hafa séð skýrsluna, kominn á kunnuglegar slóðir Hilmars/Hábeins sem hömuðust á þessari síðu daga og nætur árum saman við að stimpla allt sem á henni væri sem "lygar og rangfærslur."

Ómar Ragnarsson, 23.3.2021 kl. 18:50

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skýrsla Magnúsar snerist um það að bera saman svæði hvað varðaði fjölbreytileika fyrirbæra á eldfjallasvæðum,  en ekki um það hvort eitthvert eitt fyrirbrigði væri stærst í sínum flokki, Mauna Loa, Mauna Kea eða Tamu Massif. 

Ómar Ragnarsson, 23.3.2021 kl. 19:14

8 identicon

Heitir það sem þú lýsir ekki skilyrtur samanburður? Sem er næsti bær við pantaða niðurstöðu. Aðferð sem Landsvirkjun er sögð hafa notað þegar þeir hafa fengið virta vísindamenn til að skrifa skýrslur. Undirbúningsnefnd fyrir Vatnajökulsþjóðgarð sem pantaði og borgaði skýrslu Tuma mundu fáir kalla hlutlausa. En hver veit? Kannski eru bæði Landsvirkjun og Undirbúningsnefnd fyrir Vatnajökulsþjóðgarð að leita sannleikans umfram annað og vísindamönnunum gefnar frjálsar hendur.

Þeir hafa greinilega snert einhverja strengi Hilmar/Hábeinn áður en þér tókst að flæma þá burtu, eins og marga aðra sem hér skrifuðu og voru ekki sammála öllu sem þú heldur fram.

Ég hef bara miðað við að þú værir að segja satt og rétt frá skýrslu Tuma. Og ef það kallar á eitthvað endurmat þitt á fullyrðingum þínum þá er það ekki mitt mál. Mér gæti ekki verið meira sama um þessa skýrslu og hvað þú segir standa í henni. Það pirrar mig meira að þú skulir vera að reyna að koma á mig einhverjum mistískum bull skuldum og skyldum sem mér koma ekkert við og eru bara til þess gerðar að koma þínum vilja fram.

Vagn (IP-tala skráð) 24.3.2021 kl. 00:29

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er algerlega rangt hjá þér að ég hafi "flæmt menn burtu sem ekki voru mér sammála í öllu." Þessi síða hefur verið við lýði í fjórtán ár með alls um 12 þúsund pistlum og mörgum tugum þúsunda athugasemda, og af minni hálfu hefur aðeins einn verið útilokaður frá athugasemdum eftir að fjöldi manna hafði kvartað yfir yfirgangi og illyrðum hans árum saman. 

Fullyrðingar um ritskoðun mína og ofríki eru reyndar ekki nýjar; þessu hélt "Hilmar" fram á sínum tíma. 

Ég hygg að leitun sé að bloggsíðu hér  á mbl.is þar sem jafn sjaldan hefur verið þurrkað neitt út af athugasemdum.  

Ómar Ragnarsson, 24.3.2021 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband