Sýnt var beint frá Eyjagosinu 1973. Jöklar voru endurvarpar á leiðinni norður.

Þegar gosið í Heimaey brast á aðfararnótt 23. janúar 1973 var sendingartækni sjónvarpsmynda afar takmörkuð.

3. eldgos. Eyjag í saGervihnattasendingar erlendis frá voru ekki komnar og innanlands var það aðeins eindæma útsjónarsemi og dugnaður tæknideildarinnar sem gerðu sendingar á milli landshluta mögulegar. 

En tæknideildin lét erfitt landslag ekki stöðva sig heldur notaði strax á fyrstu árum sjónvarps hina hvolfmynduðu jökla við vestanverðan Langjökul sem svinvirkandi endurvarpa sendingargeisla, sem varpaðis frá Skálafelli í milli þessara jökla og þaðan alla leið í einu stökki á ákveðinn blett á Tröllaskaga ofan við Öxnadalsheiði.

Vegalengdin á milli Skálfells og Öxnadalsheiðar var um 200 kílómetrar og geislinn brotnaði um örfáar gráður á milli jöklanna en dró samt alla leið !

Líklega hefur hvergi í heiminum verið sýnd önnur eins færni og hugvit við svona verkefni. 

Tæknideildin var snögg til þegar byrjai að gjósa í Eyjum og kom fyrir myndavél uppi á Klifinu á Heimaey, sem sýndi gosið beint og sendi myndirnar til Reykjavíkur. Þar var hægt að fylgjast með þróun mála í þessari Pompei norðursins, framrás hraunsins og því hvernig öskufallið féll yfir eyjuna.  

Ótal margt fleira mætti tína til af tæknilausnum þessara ára þegar hinir framsæknu og djörfu ungu menn í þessari nýstofnuðu stofnun voru haldnir fádæma eldmóði við að færa þjóðina inn í nútímann. 


mbl.is Gosið í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sögulegur viðburður  að  mynda Heimaeyjargosið  í beinni útsendingu. Áratugum fyrir "live webcam".

Hörður (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 11:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já bravó fyrir að minna á þetta Ómar, þetta með endurvarpið hafði ég ekki hugmynd um

Halldór Jónsson, 25.3.2021 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband