Er ekki rétt að hinkra með nafn á fyrirbæri sem enginn veit enn hvernig verður?

Einmitt þegar vísindamenn eru að byrja á því að velta vöngum yfir því hvers konar fyrirbrigði sé að myndast við Fagradalsfjall er rokið af stað við nafngift án þess að vita hvernig á endanum eldstöðin eigi eftir að líta út. Eldgos í Geldingadal

Hún gæti orðið lítill og sætur gígur ef gosið heldur ekki áfram, og allt upp í háa og víðáttumikla dyngju. 

Að vísu heitir fjallið Fagradalsfjall sem ræður ríkjum við gosstaðinn, myndað undir jökli, og þá hefði kannski verið nærtækara að kalla það Fagradalshraun. 

Setjum sem svo, að lítið dalverpi hafi í öndverðu þar sem byrjaði að gjósa úr gíg fyrir þúsundum ára og að þá hafi verið uppi menn hefðu endilega viljað gefa fyrirbærinu heitið Fagrahraun í stað þess að hinkra nógu lengi til þess að sjá að þarna var að myndasta dyngjan Skjaldbreiður, sem Jónas Hallgrímsson orti um:  

"Ógnarskjöldur, bungubreiður, / ber með sóma réttnefnið."

Stórar dyngjur hafa aldrei þótt hafa hraun, sem beri af hvað fegurð snertir, og því yrði heitið Fagrahraun yfir eldstöðina ankannalegt yfir glæsilegar dyngjur. 

 


mbl.is Kallar hraunið Fagrahraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður hinkrað, það er enginn að fara að gefa þessu nafn á næstunni. En þangað til er bara gaman að finna nöfn, skopleg, skemmtileg og alvarleg. Eitthvað verður fólk að hafa að gera nú þegar öllu er skellt í lás og kóvið á fullu við að skemma fermingar. Þetta er eins og að reyna að giska á innihald jólapakka. Síðan opna Grindvíkingar jólapakkan þegar þeir eru tilbúnir til þess að gefa þessu nafn.s

P.s. Við erum með Herðubreið og Skjaldbreið. Hvernig væri Rassbreið??😊

Vagn (IP-tala skráð) 24.3.2021 kl. 16:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!

Ómar Ragnarsson, 24.3.2021 kl. 17:19

3 identicon

Fjöllin munu heita Skjaldbreiður og Herðibreiður. Breiður merkir jökull.

Er Breiðafjörður ekki fjörðurinn við jökulinn? 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.3.2021 kl. 17:28

4 identicon

Ég verð nú víst að draga fullyrðingu mína um "Herðibreið" til baka. Heiti fjallsins mun nú vera Herðubreið, en ekki veit ég hvort það sé upprunalegt.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.3.2021 kl. 17:53

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, við ættum að bíða nafngiftir. Gárungar voru farnir að tala um Litla-Hraun en hver veit nema við endum með Stóra-Hraun. Það borgar sig heldur ekki að skýra það Nýja-Hraun, enda munu nýrri hraun renna í framtíðinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2021 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband