28.3.2021 | 22:37
Eitthvað svo ólíkt Þjóðverjum þetta sundurlyndi.
"Það verður að vera regla á hlutunum" er orðtak, sem lengi hefur verið eins konar tákn fyrir Þjóðverja og Þýskaland, veldi og velgengni þeirrar þjóðar og svokallaða þýska nákvæmni.
Orðtakið fékk að vísu á sig óorð á nasistatímanum, en þegar Vestur-Þýskaland reis úr öskustó eftir Heimsstyrjöldina síðari á þann hátt, að rætt var um þýska efnahagsundrið, fékk það vissa uppreisn.
En ekkert er algilt og nú sýnist bleik brugðið í sóttvarnarmálum í landi þeirra Adenauers, Willy Brandts og Helmuths Kohl.
Merkel hvetur öll lönd Þýskalands til að skella í lás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðverjar eru að verða búnir að fá nóg af þessu, og ólíkt öðrum þjóðum hafa þeir reynsluna af því hvað gerist þegar mannréttindi eru afnumin, frá því fyrir áttatíu árum.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2021 kl. 23:29
Takk fyrir þetta Ómar.
Þýskaland er sennilega eitt af fáum ríkjum veraldar sem stofnað er til sem fyrst og fremst efnahagsleg hugmynd og samkeppnis-kartel gegn umheiminum - á borð við til dæmis Evrópusambandið.
En slíkt er hins vegar ekki nóg til að halda Þýskalandi saman sem ríki. Þess vegna verður það á 80 ára fresti að finna sér sameiginlegan ytri óvin til að ná sér niðri á, til að halda því saman, og sameinast síðan um uppbygginguna eftir að hafa lagt landið í rúst. Rassaköst Þýskalands koma á um það bil 80 ára fresti og nýtt fer því að nálgast, þar sem öllum öðrum en þeim sjálfum verður kennt um.
Þetta er reyndar ekki sundurlyndi, Ómar, því löndin eru mörg sem mynda Sambandsríkið Þýskaland. Og þau eru öll logandi hrædd um að eitthvað viðskiptalegt flýi eitt þeirra og yfir í annað á bak við tjöldin, til dæmis undir neyðarástandi - og þau þola í reynd ekki hvort annað.
Þýsku sögunni er ekki lokið hér.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2021 kl. 09:09
Fréttir berast af því í dag að fylgi CDU/CSU mælist nú aðeins 25 prósentur. Það hefur hrapað úr 38 prósentum frá því í júlí í fyrra og niður í þetta. En undanfarna tvo mánuði hefur það hins vegar verið í frjálsu falli. Allt fer að geta grest í Þýskalandi á ný. Hinn þungi og stöðugi fasti eftirstríðsáranna er að hverfa.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2021 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.