"Ég sit og gægist oft út um gluggann / á gosið þegar minnkandi´er muggan.."

Í dag hefur verið sæmilega bjart veður en þó hefur verið snjómugga hér og þar.Gosmökkur; Keilir

Út um stofugluggann við Spöngina á Borgarholti hefur mátt sjá löngum skýjabólstur yfir skýjahulunni eftir Reykjanesskaganum, sem vegna þrákelkni sinnar þar er líklegur til að vera gufubólstur, sem myndast við það að heitt loft streymir upp í kaldara loft og þéttist. 

Er þar með líkast til einhvers konar ígildi gosmakkar frá gosstöðinni í Geldingardölum.  

Á meðfylgjandi mynd má sjá fjallið Keili á bak við blokkir í Espigerði, vinstra megin neðst á myndinni, en grunaður gufu/gosbólstur hátt hægra megin. 

Þetta kallast á við fyrsta eldgosið sem síðuhafi minnist, Heklugosið 1947 að því leyti til að þá var hægt að fylgjast með gangi þess mikla goss í útvarpi heima hjá sér. 

Þannig stóð á að í upphafi nokkurra vikna sjúkdómslegu byrjaði Hekla að gjósa og þá lét amma gamalt útvarpstæki í té í rúmlegunni og í gegnum gömlu gufuna og lestrarlærdóm opnaðist veröldin. 

23 gosum seinna er síðan loks hægt að horfa á gos beint út um gluggann heima hjá sér og á sama tíma virða fyrir sér mannlífið á verslunartorginu í Spönginni, og raula hið dýrlega rokklag um gluggann með textann færðan í stílinn, einhvern veginn svona:  

GLUGGINN Í GOSINU.  

Ég sit og gægist oft út um gluggann 

á gosið þegar minnkandi´er muggann

og fólk á förnum vegi 

fótgangandi´á nóttu´og degi; 

það er alveg tilvalið að sjá¨! 


mbl.is Skoða þarf hvort dregið hafi úr virkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þú segir í viðtali við Moggann að þú sért að vinna að 5 bókum en þurfir að forgansraða. Er einhver leið til að koma að þessari vinnu þinni og styðja hana? Kickstarter til dæmis? Eða með því að bjóða fram vinnu sem ólaunaðir "ritari"? Ertu yfir höfuð að sækja í aðstoð? Það er mín skoðun að ef þú ert að skrifa eitthvað niður þá sé það fyrir alla aðra afskaplega mikilvægt að það gangi vel og komi út.

Geir Ágústsson, 28.3.2021 kl. 17:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kær þökk fyrir þessi orð.  Fyrst er það ein spurning: Hvað er "Kickstarter"?

Ómar Ragnarsson, 28.3.2021 kl. 19:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

"Kickstarter PBC is a funding platform for creative projects. ... Why do people back projects? To start, they want to support what you’re doing. But they also want to feel like they’re getting something in return—and rewards let them share in your work."

https://www.kickstarter.com

Geir Ágústsson, 29.3.2021 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband