Þarf að hafa svona nöfn rétt rituð erlendis. "Reykjarvík"?

Það er ánægjulegt þegar íslenskt fyrirbæri kemst ofarlega á virta lista erlendis líkt og Rauðalækur kemst núna hjá Lonely Planet. 

Þótt það kunni að sýnast smámunasemi í augum einhverra er hins vegar bagalegt og alger óþarfi að rita nöfnin ekki rétt. 

Nafnið Rauðalækur er rétt ritað á korti enda heitir bærinn Rauðalækur vestan við Hellu því nafni, kenndur við mýrarrauða í landareigninni.  

Á íslenskum kortum er svo að sjá að nafnið Rauðasandur sé rétt ritað, þannig að ekki er villan hjá Lonely Planet komin þaðan. 

Nú er það svo að til eru einhverjir sem halda fram nafninu Rauðisandur en það verður að ríkja samkomulag og eining í svona málum.  

Eða er vitað um einhver sem vill að nafn Reykjavíkur sé skrifað Reykjarvík? Til eru tvö eyðibýli með því heiti og tengdum heitum eins og Reykjarvíkurfjall. 


mbl.is Rauðisandur meðal bestu stranda Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er gott að nefna Geldingadali Geldingardali - öllum getur orðið á!

SH (IP-tala skráð) 29.3.2021 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband