Þarna gaus heldur betur, meðal annars fyrir rúmum þúsund árum.

Lambafell er aðeins fáa kílómetra frá Hellisheiðarvirkjun og eldstöðvunum, sem eru beinlínis á nýtingar- og uppdælingarsvæði þeirrar virkjunar. Reykjaness skagi kort umbrot.

Þar runnu hraun og fór einn hraunstraumurinn alveg niður í Ölfus þegar verið var að setja kristni í lög á Alþingi og heiðnir menn sögðu, að hraunrennslið í áttina að Hjalla þar sem einn hinna hálfkristnu goða bjó sýndi að goðin væru reið. 

Og svar Snorra goða varð fleygt: "Hverju reiddust goðin þegar hraunið brann er nú stöndum vér á?"

Ef nú er að renna upp nýtt tímabil upp á nokkrar aldir með umbrotum á Reykjanesskaga, getur allur skaginn verið undir, eins og sjá má á góðu korti, sem birt var af honum á mbl.is fyrir nokkrum dögum. 


mbl.is Skoða skjálftavirkni undir Lambafelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristnitökuhraunið kom úr sprungunni sem er á miðri Hellisheiðinni og sú gjá sést vel frá þjóðveginum. Það sagði mér Árni Snævarr verkfræðingur.

Halldór Jónsson, 29.3.2021 kl. 22:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Leitahraunið fyrir neðan Lambafell er 3500 ára gamalt er ekki svo?

Halldór Jónsson, 29.3.2021 kl. 22:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ójú, svo mun það vera. 

Ómar Ragnarsson, 30.3.2021 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband