Matarforðabúr og bjargræði í hallærum fyrr á tíð.

Sú var tíðin að Breiðafjarðareyjar og raunar fjörðuinn allur voru öruggasta búsvæði á Íslandi. 

Þetta kom einna best fram í Móðuharðindunum þegar yfir 70 prósent bústofns landsmanna hrundi niður og fjórðungur þjóðarinnar sjálfrar. 

Það var síðasta stóra hungursneyðin í sögu landsins og má það merkilegt heita í ljósi þess gífurlega mannfellis, sem varð á Írlandi rúmri hálfri öld síðar. 

Þar virðist sjást munur á því að hafa Englendinga eða Dani sem herraþjóð, en söfnun Dana og aðstoð við Íslendinga áttu ekki erlendar hliðstæður á þessum tíma. 

Í Móðuharðindunum flúði fólk til Breiðafjarðarsvæðisins til að bjarga sér úr nauðum. 

Hið gjöfula lífríki til sjávar og sveita skóp grundvöll fyrir veldi ýmissa auðmanna og valdamanna.  

En í tæknibyltingu sjávarútvegs og landbúnaðar sem hófst í lok 19. aldar hófst hnignunarskeið sem lagði á endanum byggðina í eyjunum nær alveg í eyði.   

Nú hillir kannski loksins undir breytingu á þessu vegna hins mikla náttúruverðmætis sem Breiðafjörðurinn er og kominn er tími til að líta meira heildstætt á allan fjörðinn frá fjalli til fjöru og úteyja sem eina stórkostlega auðlind í sjálfu sér. 

Það getur opnað ýmsa nýja möguleika sem reist gæti við fornt veldi og gildi þessa einstæða svæðis, bæði á landsvísu og heinsvísu. 


mbl.is Keyptu nýverið Svefneyjar á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband