Tímar tvíþætts kófs í borginni. Hollt er heima smit. Hollt er heima svifrykskóf.

Í vetur hefur ríkt tvíþætt kóf í Reykjavík, borgarbúum til angurs. Annars vegar farsóttarástæand sem hefur fengið nýja merkingu orðsins kóf, sem þýðir í þessu tilliti COVID-19. 

Nú hefur er að myndast nýtt heimatilbúið afbrigði af þessu kófi, og í þetta sinn í orðsins fyllstu merkingu, sem felst í stjórnarskrárvörðu frelsi til frjálsrar framkvæmdar að vild á sóttkví heima hjá sér. 

Hvað segir ekki máltækið:  Hollt er heima hvað? Og þar með líka hollt er heima smit eða hollt er heima kóf.  

Svo hellist jafnframt yfir hin mjög svo heimatilbúna svifrykskóf, sem tugþúsundir bíla á negldum dekkjum hafa stritað við að búa til í allan vetur af einskærri hræðslu við snjó, sem hefur nær algerlega svikist um að koma í vetur til að halda uppi atvinnu fyrir snjóruðningsmenn og malbikssaltara.   


mbl.is Mengun í borginni – mælt með því að hvíla bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íbúar Rerykjavíkur mælast til þess að Borgin, Dagur B Eggertsson og co.

ÞRÍFI GÖTURNAR ! Noti tímann og láta sópa aðeins !

Þá minnkar öll þeesi mengun í borgini.

Ekki svo flókið.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 18:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir liggur að þrifin í borginni eru þrefalt minni en í sambærilegum borgum erlendis. Það er eins og að það sé áltið eitthvert lögmál að þetta sé endalaust svona. 

Ómar Ragnarsson, 6.4.2021 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband