Sífellt illvígari og ógnvænlegri sjúkdómur.

Parkinson sjúkdómurinn, orsakir hans, einkenni og meðferðarúrræði er afar umhugsunarvert fyrirbæri vegna þess hann birtist á svo mismunandi hátt í fólki, hve erfitt er að hitta á rétta lyfjagjöf og meðferð; en ekki síst vegna leitarinnar að uppruna hans, sem virðist tengjast gáleysilegri notkun á hættulegum efnum. 

Í þeim efnum sem mörgum öðrum er framleiðsla og notkun slíkra efna allt of oft látin njóta vafans. 

Í umræðum um efni á borð við plast, þar sem örsmáar plastagnir eru farnar að finnast í frumum bæði dýra og manna í öllum heimshlutum hafa komið fram raddir um að slíkt geri bara ekkert til og að hagsmunirnir sem krefjist sívaxandi notkun plasts eigi að hafa forgang eins og eitthvert óumflýjanlegt náttúrulögmál; allsráðandi yfir umhverfismálum. 

Á meðan þrífast sjúkdómar sem eru á uppleið í nútímanum eins og púkar á fjósbitnum. 


mbl.is Telur að parkinsonfaraldur sé á næsta leiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

" sem virðist tengjast gáleysilegri notkun á hættulegum efnum. "
Getur þú nokkuð útskýrt þetta nánar ?

Haukur Árnason, 8.4.2021 kl. 11:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útskýringin er að stórum hluta til birt í tengdri frétt á mbl.is varðandi efnið TCE. 

Þar eru tekin all nokkur dæmi um notkun efnisins í iðnaði og birtur langur listi yfir krabbamein sem efnið er grunað um að valda auk Parkinsonveikinnar, enda er það bannað í ESB.  

Ekki bannað í BNA, enda afnám síðasti forseti fjölda af umhverfistengum ákvæðum í lögum og reglugerðum í embættistíð sinni. 

Einn af þekktustu Parkinsonsjúklingum síðari tíma, Muhammad Ali, var dæmi um það sem veldur áhyggjum sérfræðinga og varðar það hve undirrót veikinnar kemur oft seint fram og erfitt er að rekja ástæðurnar nákvæmlega og óyggjandi.  

Þess vegna telur sérfræðingurinn, sem er heimildarmaður fréttar mbl.is það ástand, sem nú er vitað um aðeins toppinn á ísjakanum og að í því felist helsta hættan á heimsfaraldri þessa slæma sjúkdóms. 

Ómar Ragnarsson, 8.4.2021 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband