Dæmi um velheppnað alþjóðasamstarf, öðru nafni framsal ríkisvalds.

Allt frá stofnunarári lýðveldisins hafa íslendingar gerst fullgildir aðilar að alþjóðastofnunu og alþjóðasamningum. 

ICAO eða Alþjóða flugmálastofnunin var fyrst þeirra stofnana sem féllu undir "þjóðréttrsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu" eins og það er orðað frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga.   

Þessi grein, 111. greinin, hefur verið mikill þyrnir í augum harðsnúins hóps manna sem hafa úthrópað hana sem afsal fullveldis og landráð. 

Þegar þeir hafa verið beðnir um að nefna dæmi í slíka svívirðu, til dæmis með því að benda á einhver af tugum og jafnvel hundruðum alþjððasamninga og samstarfs síðan 1944´sem feli í sér meint landráð, hafa ekki fengist svör. Til dæmis með því að að þessir andstæðingar alþjóðasamstarfs bentu á, hvernig öðruvísi væri hægt að haga flugi og siglingum án alþjóðlegs samstarfs og reglna. 

Er þó af nógu að taka allt frá aðildinni að Alþjóða flugmálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum með alla sína fjölbreytilegu og fjölmmörgu sáttnála. 

Í 77 ára sögu samstarfs á sviði siglinga og fiskiveiða hafa Íslendingar náð margfalt meiri árangri með markvissu og góðu starfi á sviði hafréttrmála, og er svo enn.   

Einu sinni var það nefnt í gráglettnu spjalli síðuhafa á skemmtistöðum að fyrir mann sem stundaði nefndarstörf af miklu kappi væri samkvæmt orðanna hljóðan varla hægt að komast neðar "hjá sjálfum kjaftaskjóðunum hjá Sameinuðu þjóðunum" en að vera meðlimur í undirnefnd hafsbotnsnefndarinnar. 

En reyndar er með slíku kersknisspjalli um algert öfugmæli að ræða þegar litið er til hins mikla árangurs sem okkar menn hafa náð á þeim vettvangi.  


mbl.is Afhentu greinargerð um landgrunnskröfur Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Langt til seilst í krateríinu hjá Ómari að ætla að nota ICAO sem rök fyrir ESB aðild. Alþjóðasamstarf er allt annað en pólitískt fullveldisframsal og upptaka evru  og inmnganga í tollabandlag handfylli ríkja til að berjast gegn viðskiptafrelsi við afganginn af heiminum.

How low can you "KRATES" get ín ESB limbóinu?

Halldór Jónsson, 9.4.2021 kl. 21:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei talað fyrir ESB aðild eða notað annað alþjóðasamstarf sem "rök fyrir ESB aðild." Hve oft þarf ég að endurtaka þetta?

En í stjórnarskrám erlendra ríkja eru greinar um framsal ríkisvalds, sem hvergi er að sjá samsvörun til í núverandi stjórnarskrá Íslands. 

Skortur á slíkri grein kom sér illa þegar EES samningurinn var gerður og olli því að lögspekingar voru ósammála um það mál. 

Í starfi stjórnlagaráðs var leitað´álits fróðustu prófessora og lögspekinga okkar um vöntunina á ákvæðum um þetta og voru þeir á einu máli að úr þessu yrði að bæta. 

Sérkennilegt er að heyra því haldið fram, að allar þær þjóðir, utan og innan ESB, sem hafa almennt ákvæði af þessu tagi í stjórnarskrá, teljist ekki fullvalda.  

Á 100 ára afmæli fullveldis Íslands flutti til dæmis Björn Thorarensen lagaprófessor hörku ræðu og taldi, að ef svona ákvæði væri til, yrði líklegasta að setja núverandi aðild að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Ómar Ragnarsson, 9.4.2021 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband