11.4.2021 | 21:57
Skárri bútasaumur en í Þrándheimi? "Nýr jakki? Sama röddin."
Meginefni í lýsingu landlæknis á kostum nýs sjukrahúss fram yfir gamalt á ekki bara beint við um muninn á nýju húsnæði og gömlu, heldur líka um muninn á milli spítala sem er hannaður allur sem ein heild frá grunni og spitala, sem er þróaður með eins konar bútasaumi og endurgerð fyrirliggjandi eldra húsnæðis, sem er fyrir hendi á óskipulegan og óhagkvæman hátt og reynt er að tengja saman með viðbótarbyggingum hið gamla og nýja.
Alma Möller segist í viðtali hafa skynja sterkt hve úreltur Landsspítalinn var orðinn 2007, og raunar var hann orðinn það mun fyrr, því að í sérstakri ferð síðuhafa til Oslóar og Þrándheims árið 2005 kom hinn sláandi munur á nýja sjúkrahúsinu í Osló, sem hannað var alveg frá grunni á auðri lóð, og spíalans í Þrándheimi, sem lappað var upp á með bútasaumi, glögglega í ljós.
Nú er eina vonin að endurnýjaður spítali við Hringbraut feli í sér skárri bútasaum en "vítið til varnaðar" sem rætt var um í Noregi 2005 hvað varðaði bútasauminn við Þrándhei sjúkrahúsið.
Á sínum tíma virðist upphaflega ákvörðunin um Landsspitalann við Hringbraut hafa verið tekin áratug fyrr, og þegar hingað til lands voru kallaðir erlendir sérfræðingar í þessum málum, sem fjölmiðlar gætu rætt við, var það í fyrra skiptið amerískur sérfræðingur í bútasaumi á spítölum, en í seinna skiptið; - ja, hvað haldið þið, sérfræðingurinn sem sá um bútasauminn í Þrándheimi!
Þetta mál rifjar upp ummæli sem höfð voru eftir Björgvini Halldórssyni, síðast í sjónvarpþætti í gærkvöldi, sem hann á að hafa sagt við Karl Örvarsson þegar hann var þátttakandi í tónleikum Björgvins og tók upp á því að klæða sig upp, leggja litlausan fatnað til hliðar og fara í rosalega svo rosalega flott föt, að þau báru af öllu á sviðinu.
Bo sá þetta, gekk að Karli, þreifaði á jakkaboðungnum, spurði og svarað sér sjálfur: "Nýr jakki?" Hristi síðan höfuðið og sagði: "Sama röddin."
Nú gæti þetta hljóðað svona: Nýr spítali? - Sami bútasaumurinn."
2
2
2
Færri atvik sem kosta þjáningu og fjármuni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er fastur viðskiptavinur Landspítalans.
Ég dáist að hvernig þetta fúnkérar allt saman og hversu starfsfólkið er frábært og hnitmiðað í störfum.
Hvað skyldu þau Alma ætla að gera við þessar gömlu byggingar þegar nýju byggingarnar verða klárar? Breyta þessu í hótel?
Ég held að í þeim verði áframhaldandi starfsemi og muni ekki af veita, bútasaumur eða ekki.
Halldór Jónsson, 12.4.2021 kl. 11:13
Í pistlinum er sett fram sú von að hægt verði að sleppa sem skást frá úr þeirri stöðu sem þetta stórmál er komið í.
Ómar Ragnarsson, 12.4.2021 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.