Táknrænt að muna ekki lengur eftir kjörorðinu "stétt með stétt."

Áratugum saman á síðustu öld byggði Sjálfstæðisflokkurinn um 40 prósenta fylgi sitt á því að reka ákveðna verkalýðsstefnu sem teygði sig inn í verkalýðshreyfinguna sjálfa og skóp áhrifamenn, sem komust á þing og til valda í nokkrum verkalýðsfélögum. 

Má nefna nöfn eins og Pétur Sigurðsson, kallaður Pétur sjómaður, Magnús Sveinsson, Sverri Hermannsson, Guðmund H. Garðarsson og Sverri Garðarsson. 

Tvö helstu kjörorðin, sem flaggað var óspart, voru "stétt með stétt" og "gjör rétt, þol ei órétt."

Eitt af sjálfstæðisfélögunum var miðað við launþegahreyfinguna og hét Óðinn. 

Áhrif Sjálfstæðisflokksins sáust víða; Þeir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn rétt fyrir stríð og rufu hin beinu tengsl, sem höfðu verið á milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. 

Í borgarmálum rak meirihluti Sjallanna talsverða félagsmálastefnu og stóðu að stofnun Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Út á þetta héldu þeir meirihlutanum allt til ársins 1994 að undanskildum árunum 1978 til 1982.  

Nú er orðið svo langt síðan þessi pólitík var rekin að jafnvel þeir, sem eitthvað hafa rumskað við sér, vita ekki hvernig annað hinna tveggja slagorða var orðað og alls ekki neitt um tilvist hins.  


mbl.is Hugmyndin „Stétt fyrir stétt“ búin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski ekki við því að búast að Björt Bjartrar framtíðar og Bergur Ebbi sem var um tíma vonarstjarna ungliða Samfylkingar muni þetta og viti.

Þeim er vorkunn.

En Moggavarpið man og veit svo sem ósköp lítið meira um sögu Sjálfstæðisflokksins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband