Lestir með yfirburði yfir flugvélar og flugvélar yfir þyrlur.

Einföld eðlisfræðileg lögmál gilda þegar um er að ræða að flytja fólk eða farm á milli staða. 

Mesta orka farartækjanna fer í að yfirvinna loftmótstöðuna vegna farar farartækisins í gegnum loftið. 

Ef þessi loftmótstaða væri eingöngu falin í því að flygja langan sívalning í gegnum andrúmsloftið stæðu flugvélar og lestar nokkurn veginn jafnfætis. 

En því miður er það ekki þannig, því að auk mótstöðun loftsins, sem skellur framan á flugvélarskrokknum og framan á lestinni, er einnig núningsmótstaða lestarinnar við teinana sem halda hennni uppi, og loftmótstaða vængja flugvélanna, sem halda þeim og lofti og er margfalt meiri en núningsmótstaða lestarinnar, því að rótið af loftinu sem vængirnir ryðjast í gegnum, myndar allt að helming samanlagðrar loftmótstöðu lítilla véla og meira en halming af loftmótstöðu stærri véla. 

Af þessum sökum er hagkvæmara að nota lestir en flugvélar og þar að auki er ekki sama fyrirhöfn, umstang og kostnaður við rekstur lestarstöðva og við rekstur flugvalla. 

Hraðlestir skila því að meðaltali sömu afköstum í tíma og kostnaði og þotur á allt að 1000 kílómetra löngu leiðum. 

Þegar við bætist mklu minni mengun af völdum lestanna er augljóst að lestarsamgöngur eiga eftir að vinna mjög á á okkar tímum.  

Hvað snertir þyrlur er það dæmi fyrir löngu afgreitt með ótal tilraunum til að smíða loftför knúin þyrluspöðum til að hefja sig á loft lóðrétt og fljúga einni lárétt. 

Ástæðan er tæknileg. Tengsl þyrluspaða og hreyfla felast í afar flóknm tengi- og stýribúnaði með fjölda af sköftum og liðum og hjöruliðum, sem þurfa mikið viðhald. 

Meginhluti þess hluta flugvélanna, sem skapar lyftikraft, er fólginn í föstum vængjum, sem eru einfaldasta aðferðin til þess að láta þær fljúga og bera þær uppi. 

Stóri láréttur burðarspaði ofan á þyrlum fer hins vegna snúnings síns hraðar í gegnum loftið öðru megin heldur en hinum megin miðað við stefnu þyrlunnar og það takmarkar mjög mögulegan hámarksháhraða. 

Þumalfingurregla er að þyrla er fjórum sinnum dýrari og tímafrekari í viðhaldi en jafnstór flugvél og mengar þar að auki meira og er miklu meira og er orkufrekari en flugvél af svipaðri stærð með svipuð afköst. 


mbl.is Vilja leggja niður stutt innanlandsflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband