13.4.2021 | 14:15
Prjál og tildur eða dýpra hlutverk?
Löngum hafa verið skiptar skoðanir um það hvort konungdæmin í nokkrum löndum norðanverðrar Evrópu, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku, séu "úrelt þing" með óþörfu bruðli, prjáli ot tildri, sem þar að auki gangi í erfðir í stað þess að hafa lýðræðislegt umboð líkt tíðkast í lýðveldum.
Við nánari skoðun er þetta kannski ekki alveg svona einfalt og fer raunar afar mikið eftir því hverjir eru í þessum tignarstöðum.
Það kom vel í ljós í Seinni heimsstyrjöldinni þegar Georg tengdafaðir Filippusar prins rækti skyldur sínar við bresku þjóðina af einstökum skörungsskap, hugrekki og æðruleysi sem varð mikill styrkur fyrir þjóðina.
Þegar Churchill forsætisráðherra og kounugurinn lögðust á árarnar saman var það forsendan fyrir því að þegar Bretar stóðu einir eftir gagnvart ógn nasista, varð það þeirra "stærsta stund" ("finest hour").
Fræg urðu viðbrögð konungs þegar sprengjur féllu við Buckinhamhöll og hann tók því vel að þær féllu ekki í staðinn annars staðar, vegna þess að þar með væri konungsfjölskyldan kominn í svipaðar og almenningur annars staðar höfuðborginni.
Vegna þess að þjóðhöfðinginn var með fjölskyldu, bundust við þetta bönd milli tignarfólksins og almúgans, sem voru dýrmæt og erfitt að meta til fjár.
Ævinlega verður tilstand í kringum forystufólk þjóða, sem sjá þarf um samskipti bæði við önnur lönd og innan þjóðanna sjjálfra og einhverjir verða að sinna þessu.
Einnig þarf að kunna að gera sér dagamun þótt það kunni að kosta einhverjar samkomur sem skapa eftirsóknarverða stemningu í blíðu og stríðu.
P.S. Spurt er í fyrirsögn hverjir mæti í jarðarföri Filippusar. Það er rangt orðuð spurning, því að ljóst er af eðli máls, að það verður hann einn; - hann en fer í þessa jarðarför, en eftirlifandi verða hins vegar viðstaddir jarðarförina. Eins gott að hafa þetta á hreinu.
Hverjir mæta í jarðarförina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel orðað nafni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2021 kl. 17:36
Takk, nafni.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2021 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.