Oft litið niður á unga og gamla.

Það hefur verið lenska hjá mörgum hér á landi að lita annars vegar niður á ungt fólk og hins vegar niður á elsta fólkið og láta þetta álit opinberlega í ljósi.

Bríet er ekki fyrsti textahöfundurinn sem hefur orðið fyrir því að dregið hefur verið í efa að semji texta sína. 

Síðuhafi var aðeins átján ára þegar hann hóf feril sinn mjög bratt 1858 og varð strax á fyrsta ári fyrir því að það var látið ganga fjöllunum hærra að móðir hans semdi textana fyrir hann. 

Móðirin var að vísu hæfileikakona á marga lund, en gerði aldrei svo mikið sem eina vísu um ævina, né heldur hitt foreldrið en þá var bara fleiri nánu fólki bætt inn hóp grunaðra höfunda. 

Nú nýlega var opinberlega í fjölmiðli gert sem ninnst úr Kára Stefánssyni sem ómerkingi fyrir þær sakir að hann væri orðinn 71 árs. 

Er hann þó sjö árum yngri en Joe Biden Bandaríkjaforseti og Nancy Pelosi forseti fulltrúardeilar Bandaríkjaþings og heilum 16 árum yngri en Konrad Adenauer var þegar hann stóð á hátindi pólitískra afreka í lok kanslaratíðar sinnar. 

Mörg fleiri dæmi mætti nefna um það sem Bríet mótmælti svo hressilega í kvöld og er henni óskað til hamingju með gott gengi sitt. 

 


mbl.is Bríet kom, sá, sigraði og gaf fingurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Síðuhafi hlýtur að meina 1958, ekki 1858.

Alfreð K, 20.4.2021 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband