Windsor kastali, þúsund ára saga, eins breskt og hugsast getur.

Tæplega þúsund ára saga sem liðin er síðan orrustan við Hastings var háð og innrás í England heppnaðist 1066. 

Þessi þúsund ára saga sprettur fram í athöfn dagsins í Windsor kastala, sem heimsbyggðin getur fylgst með þegar þessar línur eru ritaðar. 

Bygging kastalans hófst fljótlega eftir innrásina til að verja til framtíðar svæðið umhverfis árósa Thames og þrisvar hefur innrásum öflugra meginlandsstórvelda af hafi verið afstýrt síðan, síðast 1940 þegar hver aldan af hundruðum sprengjuflugvéla fór hér yfir í Örrustunni um Bretland. 

Þjóðsöngurinn, "God save the king (queen)" og önnur stórbrotin tónlist breskrar arfleifðar streymir fram yfir og allt um kring við útför Phillipusar drottningarmanns. 

Sagan og hefðirnar speglast í hverju smáatriði athafnarinnar og tengslin við samveldið og efnahag annarra þjóða speglast í bílunum, sem notaðar eru, og erlendar þjóðir eiga eignaraðild að. 


mbl.is Útför Filippusar prins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband