Gígastjakinn heldur samt áfram velli.

"Logandi standa í langri röð / ljósin á gígastjaka"... orti Jón Helgason í ljóðinu Áföngum. 

Þessi lýsing hans á því fyrirbæri, sem gos á gossprungu er, lifir, og það, sem er svo merkilegt við hana, er að þegar orðið gígastjaki er borið saman við orðið kertastjaki, nær hugtakið yfir jafnt "langa röð" sem einn gjósandi stjaka. 

Og gæti jafnvel átt við síðasta gíginn á stórri hraundyngju, sem gosið endaði endanlega á.   

Þegar gaus í Holuhrauni 2014-2015 eftir 200 ára hlé, var þar fyrir gígaröð, sem gaus að nýju í, ýmist með nýjum gosum á milli fyrri gíga, upp í nýja framhaldsgíga og að lokum einn stóran og ílangan gíg með stórri hrauntröð líkt og sjá má í Búrfelli og Búrfellsgjá við upphaf Búrfellshrauns norður af Kaldárseli.  

Gosið í Holuhrauni var 100 sinnum stærra en Gígastjakagosið í Geldingadölum er, og Lakagígagosið mörg hundruð sinnum stærra með stórkostlegustu hrauntröð á Íslandi, sem tengdi saman nokkra af syðstu gígunum í langri logandi röð þessa mesta gígastjaka Íslands á sögulegum tíma. 


mbl.is Páskagígar þurrausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband