Eyjafjallajökull var dýrmætasta auglýsing Íslands.

Ef litla, sæta og "þægilega" eldgosið í Geldingadölum verður auglýsing og lyftistöng fyrir laskaða ferðaþjónustu á Íslandi, á slíkt líklega eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 það að þakka. TF-FRÚ og Cuore á Hvolsvelli

Ástæðan er einfaldlega sú að áhrifa þess goss gætti í flugsamgöngum um allan heim í þeim mæli að nafn Íslands og Eyjafjallajökuls varð á hvers manns vörum þegar áhrif gossins náðu um alla jarðarkringluna. 

Í norðanverðri Evrópu og vestan hafs kyrrsetti gosið jafnt valdamestu ráðamenn sem allan almenning. 

Þegar annað gos í Grímsvötnum olli svipuðum usla, en þó minni, næsta ár, varð máttur endurtekningarinnar, sem er grunnur öflugustu auglýsinga, til þess að mesta efnahagsuppsveifla Íslandssögunnar, að stríðsgróðasveiflunni 1940-45 hugsanlega einni undantekinni, fékk varanlega innspýtingu, sem entist út áratuginn. 

Rétt eins og jarðfræðingar hafa nú nóg að gera við að rannsaka og læra af nýjasta íslenska gosinu, búum við Íslendingar nú að reynslu frá uppgangstíma íslenskrar ferðaþjónustu sem nauðsynlegt er að nýta sem best. 

P.S. Á facebook síðu má sjá tvö örstutt kvikmyndaskeið af gosstöðvunum í gærkvöldi.  

 


mbl.is Good Morning America í beinni frá gosstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband