Fræðilegt mikilvægi, fegurð og gildi eldgosa fer ekki eftir stærðinni.

Þrátt fyrir einstaka töfra sína er gosið í Geldingadölum enn með hinum smæstu á síðustu öldum.

Hraunið er að skríða yfir einn ferkílómetra eftir rúmlefa eins mánaðar gos, en til samanburðar varð hraunið í Holuhraunsgosinu 85 ferkílómetrar. 

Kröflueldar skiptust í nokkur misstór gos, og voru sum þeirra ekki stór, En sennilega hefur ekkert eldgos skilið eftir sig jafn mikla vitneskju fyrir jarðvísindamenn enn sem komið er. 

Nú gerir gosið við Fagradalsfjall sig líklegt til að færa jarðfræðingum alveg nýja vitneskju, og eftir Kröflueldana má sjá, að það er ekki stærðin sem ræður um mikilvægi eldgosa. 

Og stærðin ræður heldur ekki öllu um fegurðina eða ýmsa tækni, sem tengjast eldgMeð nýjustu myndatöktækni, svo sem með drónum og upptökum allan sólarhringinn er Geldingadalagosið orðið eitt hið fallegasta í sögunni. 

Það urðu reyndar Kröflueldar líka á sínum tíma, því að það var þess eðlis að þeirra tíma myndatökutækni úr lofti tók miklum framförum. 

Í þeim gosum var til dæmis í fyrsta sinn notuð sú aðferð, að flogið var með jarðfræðing eftir allri gossprungunni og tekin upp beint samfelld lýsing hans á því sem fyrir augun bar. 

Jarðfræðingarnir, sem urðu þjóðþekktir í myndaútsendingum frá gosunum, voru meðal annarra Páll Einarsson og Axel Björnsson. 

Með þetta eina, langa myndskeið var síðan flogið óframkallað á korteri til Akureyar og sent þaðan með Fokker suður;  ekki þurfti að klippa og hljóðvinna það, virkaði það eins og bein samfelld útsending. 

Áhorfendur á þeim tíma gátu með engu móti ímyndað sér að svona stutt liði milli upptöku yfir hálendinu fyrir norðan Mývatn og útsendingar í Sjónvarpinu syðra, jafnvel á innan við klukkustund. 


mbl.is „Þetta höfum við ekki séð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband